
Vörulínur
Kynntu þér vörulínurnar okkar nánar, allt frá hönnun til framleiðslu.
NORÐUR Tímarit

Vörulínan er unnin með hringrásarmarkmið okkar að leiðarljósi og eru flíkurnar því að stóru leyti framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum. Línan notar dempaða jarðliti ásamt fjólubláum og rauðum tónum. Vörulínan kemur í takmörkuðu upplagi.

Vörulínan er gerð með sjálfbærni í huga en flíkurnar eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum okkar og endurunnum efnum. Innblásturinn kemur frá íslenskri náttúru, þar sem blæbrigði lita í fatalínunni vitna í norðurljós og eldfjöll sem finna má víðs vegar hér á landi. Línan kemur í takmörkuðu upplagi.
Vörulínur
Samstarfslínur

66°Norður og danska merkið Ganni frumsýndu fjórðu samstarfslínu sína á tískuvikunni i Kaupmannahöfn sem fram fór í febrúar.

HEIMPLANET og 66°Norður kynntust í gegnum sameiginlega vin, ljósmyndarann Benjamin Hardman. Benjamin hefur notað fjölbreyttan útivistarfatnað 66°Norður í óútreiknanlegri íslenskri veðráttu ásamt því að sofa óteljandi margar nætur á Íslandi í uppblásanlegu tjaldi frá HEIMPLANET.

Við fengum þann heiður að hanna haustpeysuna 2022 í samstarfi við Prins Póló. Allur ágóðinn af sölunni rennur til Krafts, styrktarfélags ungs fólks með krabbamein og Havarí styrktarsjóðs.
Hringrás
Sjálfbærni og fullnýting hráefna

Sölvhóll vörulínan samanstendur af hágæðavörum, sem allar eru handgerðar á Íslandi og fást í takmörkuðu upplagi. Vörurnar voru hannaðar með sjálfbærni og endurnýtingu í forgrunni þar sem mikil áhersla var lögð á að fullnýta allt hráefni.

66°Norður og franska fyrirtækið Café du Cycliste, sem er leiðandi í hjólreiðafatnaði, framleiða saman sérstakan fatnað fyrir íslenskt veðurfar.

Kríu-línan frá 66°Norður er gerð úr Polartec Neoshell og flísefni sem féll til við framleiðsluna á síðasta ári. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum eða efni og fullnýta eins mikið og hægt er.
Sígildar flíkur

Dyngjulínan er innblásin af flíkum sem við framleiddum um síðustu aldamót og samanstendur af hágæða dúnflíkum sem eru einstaklega hlýjar, léttar og eru fylltar með 800-fill dún.

Snæfell jakkinn hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega þegar þú ferð út með hundinn. Samspil vatnsheldni, teygjanleika og einstakrar öndunar gerir hann að jakka sem hentar þér í fjölmörgum aðstæðum

Jökla Parka er ein af okkar vönduðustu og slitsterkustu úlpum. Hönnuð fyrir kulda og krefjandi aðstæður.

Lögun úlpunnar og hönnun dúnskilrúmanna búa til hjúp af lofti sem fangar og magnar upp hita sem verður til við hreyfingu í köldum aðstæðum.