Umhverfið
Tískuiðnaðurinn er alræmdur fyrir ofvaxið sótspor. Svona leggjum við okkar af mörkum til að vinna gegn því.
Kolefnisjöfnun er bara byrjunin
Öll framleiðsla hefur sín áhrif á jörðina. Það skiptir ekki máli hvort þú kaupir jakka sem brotnar niður í náttúrunni ef þú þarft að kaupa þér nýjan á hverju ári. Ofneysla, offramleiðsla, sóun og léleg ending plaga tískuiðnaðinn en sjálfbærni er ekki bara bóla heldur raunverulegt markmið okkar hjá 66°Norður. Með sígildri hönnun, fjölbreyttu notagildi og áherslu á endingu og gæði trúum við því að þörf viðskiptavina fyrir því að endurnýja fataskápinn sinn minnki.
Þó að 66°Norður hafi kolefnisjafnað fótspor sitt frá árinu 2019 er það eingöngu með heildrænni sýn og markvissum aðgerðum sem við getum minnkað skaða, dregið úr umhverfisáhrifum og haft jákvæð heildaráhrif á heiminn.
Við áttum okkur líka á að það er engin fullkomin lausn til. Allar ákvarðanir er varða áhrif hafa í för með sér fórnarkostnað. Við teljum okkur hafa tekið ábyrgar ákvarðanir en virðum ólíkar skoðanir og fögnum ábendingum og gagnrýni.
Losun koltvísýrings 2022
Heildar kolefnisfótspor árið 2022 var 848 tCO2.
Losun í umfangi 1 hefur minnkað frá síðasta ári og losun í umfangi 2 hefur haldist óbreytt.
Fyrir árið 2022 kolefnisjöfnuðum við umfang 1 og 2 í samstarfi við Klimate.
Þróun rafmangsflota hefur minnkað eldsneytisnotkun starfsmanna um 26% í 171,4 tCOz og hertara eftirlit með úrgangi okkar hefur minnkað áhrifin um 35% í 1.345,8 kg/FTE.
Markmið okkar er að vinna að minnkun fótspors, ná utan um umfang 3 og beinni losun í 0.
Umfang 1
171,4 tCO2
Bensín
Upphitun með gasi
Umfang 2
67,5 tCO2
Rafmagn
Hitun
Vatn
Umfang 3
609,1 tCO2
Viðskiptaferðir
Rusl í höfuðstöðvum og völdum verslunum
Flutningur og dreifing
Umfang 1 - Aðgerðir
Sjálfbærir orkugjafar í Lettlandi
Umfang 3 - Aðgerðir
Ná utan um kolefnisfótspor efna
Þekkja fótspor þriðja aðila
Losun koltvísýrings 2021
Heildar kolefnisfótspor 746,3 tCO2.
Mótvægisaðgerðir með skógrækt. 10.500 trjám plantað síðan 2019.
Markmið að vinna að minnkun fótspors, ná utan um umfang 3 og beinni losun í 0.
Umfang 1
230,7 tCO2
Bensín
Upphitun með gasi
Umfang 2
60,3 tCO2
Rafmagn
Hitun
Vatn
Umfang 3
455,3 tCO2
Viðskiptaferðir
Rusl í höfuðstöðvum og völdum verslunum
Flutningur og dreifing
Losun koltvísýrings árið 2020
Við losuðum 376,2 tonn af CO2 árið 2020. Við jöfnuðum þessa losun með samþættum viðskiptaháttum og með því að gróðursetja 3892 tré.
Umfang 1
135,7 t CO2
Eldsneyti af bifreiðum
Upphitun með jarðgasi
Umfang 2
68,8 t CO2
Rafmagn
Upphitun
Neysluvatn
Umfang 3
171,8 t CO2
Viðskiptaferðir
Flokkað rusl í höfuðstöðvum og völdum verslunum
Flutningur og dreifing*
*Árið 2020 urðu útreikningarnir enn nákvæmari þar sem mögulegt var að bæta við stærstum hluta losunar vegna flutninga og dreifileiða og skilar það sér því í aukningu í heildarlosun fyrirtækisins
Losun koltvísýrings árið 2019
Við losuðum 274,1 tonn af CO2 árið 2019. Við jöfnuðum þessa losun með samþættum viðskiptaháttum og með því að gróðursetja 2741 tré.