Hringrás
Hringrásarvefurinn okkar segir frá sjálfbærnisstefnu og markmiðum 66°Norður sem snúa að umhverfinu, starfsfólki, samfélaginu og stjórnarháttum.
Neyðin kennir naktri konu að spinna
66°Norður var stofnað árið 1926 til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi okkar, bæði vegna íslenskrar veðráttu, sem er krefjandi og síbreytileg, og vegna þess að í svona litlu samfélagi hafa viðskiptavinir okkar ávallt verið vinir okkar, fjölskylda og nágrannar.
Í dag framleiðum við fatnað sem gerir líf og starf mögulegt hér á hjara veraldar þar sem væri annars ekki neitt. Viðskiptahættir okkar varðveita sömuleiðis náttúruna og vernda norðurslóðir á tímum þegar umhverfið á undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga.
Með þjóðinni í 90 ár
66°Norður er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins og byggir á arfleifð Sjóklæðagerðar Íslands sem var stofnuð árið 1926 með það fyrir augum að framleiða skjólgóðan fatnað fyrir íslenska sjómenn sem buðu Norður-Atlantshafinu byrginn.
Kolefnisjöfnuð síðan 2019
Gæði eru umhverfismál. Það skiptir ekki máli hvort þú kaupir jakka sem brotnar niður í náttúrunni ef þú kaupir nýjan á hverju ári. Ofneysla, offramleiðsla, sóun og léleg ending plaga tískuiðnaðinn en sjálfbærni er ekki bara bóla heldur raunverulegt markmið okkar hjá 66°Norður. Með sígildri hönnun, fjölbreyttu notagildi og áherslu á endingu og gæði trúum við því að þörf viðskiptavina fyrir því að endurnýja fataskápinn sinn minnki.
Frá hönnun að framleiðslu
Hugmyndafræðin okkar
Við skuldbindum okkur til að vinna einungis með efni frá ábyrgum framleiðendum og birgjum sem uppfylla hæstu gæðakröfur.
Á saumastofunni okkar í Garðabænum bjóðum við upp á að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.
Samfélag
Unnið að betra samfélagi
66°Norður var stofnað til að þjóna samfélaginu með gerð sjóklæða. Markmið okkar, enn þann dag í dag, er að styðja við nærsamfélag okkar með fjöbreyttum hætti.
Við erum ekkert án starfsfólksins okkar. Þess vegna leggjum við áherslu á góð vinnuskilyrði og að starfsfólk sé með í ákvarðanatöku og stefnumótun.
Við viljum stöðugt gera betur
66°Norður er í dag kolefnisjafnað fyrirtæki, þökk sé blöndu af grænni orkunotkun, rafmagnsbílaflota og ábyrgum vinnuferlum í allri birgðakeðjunni.