
Efni
Við erum stöðugt í leit að sjálfbærum hráefnum. Þó er mikilvægt að val á hráefnum fari saman við kröfur um gæði, notagildi og endingu. Við viljum frekar framleiða flík sem endist í langan tíma frekar en að framleiða flíkur úr umhverfisvænna efni sem endist skemur og ýtir undir frekari neyslu og kaup á nýjum fatnaði. Að okkar mati snýst þetta því um að finna jafnvægið milli sjálfbærni og umhverfisáhrifa annars vegar og endingar og notagildis hins vegar.
66°Norður starfar með ábyrgum og framsæknum hráefnaframleiðendum sem hafa sömu gildi að leiðarljósi. Í dag notum við eingöngu 100% lífræna bómull og/eða endurunna. Einnig erum við byrjuð að nota endurunnið pólýester í mun meiri mæli. Markmið okkar er að auka enn frekar hlutfall af bæði endurunnu og lífrænu hráefni í vörum okkar.
Í sérstökum vörulínum höfum við einnig verið að vinna með íslensk hráefni eins og lambagæru og æðadún og eru mikil tækifæri í að þróa slíka hráefnisnotkun áfram
Efnin sem við notum
Það er markmið okkar að vera gagnsæ. Þessi síða er því stöðugt verk í vinnslu. Endilega fylgstu með og heimsæktu hana reglulega.

66°Norður hefur um árabil aðeins notað dún í vörur sínar frá þýskum samstarfsaðila sem er með svonefndar Responsible Down Standards, Downpass, The OEKO-TEX® Standard 100 og VET vottanir:

Allur ekta feldur sem 66°Norður notar í vörum sínum er frá finnska uppboðshúsinu Saga Furs. Það er eina feldsölufyrirtækið á markaði sem er sérstaklega umhverfisvottað og styðst jafnframt við sérstaka endurskoðun sem snýr að umhverfismálum og velferð dýra.








