Vinnustaðurinn

Hringrás

Saman erum við 66°Norður

Við vitum að gott starfsfólk er stærsti auður hvers fyrirtækis. Við leggjum okkur fram um að skapa starfsfólki okkar gott og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem það getur verið stolt af. Við viljum veita hæfileikaríku fólki á öllum aldri tækifæri til að njóta sín og vaxa í starfi.

Það er 66°Norður mikilvægt að starfsfólkið taki þátt í að móta framtíð fyrirtækisins hverju sinni. Árlega er haldinn stór fundur þar sem starfsmenn koma saman og skiptast á hugmyndum um hvernig má bæta 66°Norður bæði sem vinnustað og fyrirtæki. Vinnan á þessum fundum hefur verið þróuð áfram með ýmsum hætti, til dæmis í áætlun 66°Norður um að nota eingöngu endurnýjanlega orku í verslunum og skrifstofum.

Starfsfólk 66°Norður í vinnuferð árið 2021

Jafnréttisstefna Sjóklæðagerðarinnar

Sjóklæðagerðin skuldbindur sig til að tryggja jafnrétti innan fyrirtækisins. Stefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/​2020 og annarra laga er snúa að jafnrétti. Stefnan nær til alls starfsfólks Sjóklæðagerðarinnar.

  • Jafnrétti er til staðar í heild sinni hjá fyrirtækinu óháð kyni, uppruna, trú, aldri, búsetu, kynhneigð, kynþætti eða öðru.
  • Sömu laun og kjör eru greidd fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
  • Unnið verður að því að hlutfall kynja í stjórnunarstöðum, deildum og verslunum verði sem jafnast.
  • Jöfn tækifæri eru til starfsþróunar, starfsþjálfunar og menntunar.
  • Lögð er áhersla á sveigjanleika í starfi og samræmingu einkalífs og atvinnulífs.
  • Starfsánægja, vinnuaðstaða og aðgengi eru til fyrirmyndar.
  • Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin.

Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun og vinna að stöðugum umbótum á hvoru tveggja. Jafnréttisráð, sem starfar innan fyrirtækisins, styður við stjórnendur og tryggir að unnið sé eftir stefnunni.

Jafnréttisstefnan var yfirfarin 20. október 2021 og samþykkt með áorðnum breytingum á framkvæmdastjórnarfundi  05. nóvember 2021

Lista yfir aðila sem hlotið hafa jafnlaunavottun má finna hér.


Árlega framkvæmum við mælingu á starfsánægju starfsmanna í samvinnu við VR með það að markmiði að auka vellíðan þeirra í starfi. Í ágúst 2018 innleiddum við mánaðarlegar kannanir sem gera okkur kleift að bregðast enn hraðar við. 66°Norður býður starfsfólki upp á árlega heilsufarsmælingu. Við erum stolt af því að vera eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2020, 2021 og 2022 skv könnun VR.

Mannauðsmælir

Mannauðsmælirinn er eins konar púlsmælir sem mælir heilbrigði fyrirtækisins í rauntíma í hverjum mánuði.​

Við gerum mánaðarlega starfsánægjukönnun með mannauðsmælingum bæði á Íslandi og í Danmörku.​

Við mælum og hlustum á það sem starfsfólki liggur á hjarta. ​

Þetta gerum við til þess að bæta vinnuumhverfi og -þátttöku. Í hverjum mánuði skoðum við svo niðurstöðurnar með starfsfólki og yfirmönnum og fögnum því sem vel var gert og bregðumst við því sem betur má fara.​

Niðurstöður - Árið 2022

4,46 (Skalinn 1-5)
4,62
Gæði og tengsl
4,31
Starfsánægja
4,41
Sjálfstæði til ákvarðanatöku
4,45
Stuðningur frá stjórnendum
4,54
Kröfur um árangur
4,46
Skýr framtíðarsýn
4,51
Áhugi, virðing og hollusta
4,41
Þjálfun og þróun

Við leggjum rækt við mannauðinn

Akademía 66°Norður

66°Norður leggur mikið upp úr því að skapa vettvang fyrir starfsfólk sem stuðlar að hreyfingu og jákvæðri líðan. Í því felst að bjóða upp á líkamsræktartíma í hádeginu, skipulagðar áskoranir eins og að ganga á fjöll eða fara að hlaupa, í jógatíma, hugleiða, sjálfsstyrkingarfyrirlestur svo eitthvað sé nefnt.

Verslanir okkar

Í verslunum okkar færðu tilfinningu fyrir flíkunum og ráðgjöf sérfræðinga hvort sem þú ert að koma í fyrsta skipti eða ert viðskiptavinur til margra ára.

Lesa

Okkar eigin verksmiðjur

Við rekum okkar eigin verksmiðjur í Saldus og Aizpute í Lettlandi þar sem við erum með um 170 starfsmenn sem framleiða 41% af bæði vörulínunni okkar og framleiðsluvirðinu. Með því að starfrækja okkar eigin verksmiðjur höfum við það forskot að þekkja hvert skref framleiðslunnar; úr hverju varan er, hvernig varan er meðhöndluð auk þess sem það eykur rekjanleika og heildarsýn. Verksmiðjur okkar eru reknar skv. reglugerðum Evrópusambandsins um vinnuréttindi og heilsu og öryggi á vinnustað. Allt starfsfólk okkar í Lettlandi er með atvinnutryggingu.

Þetta er það sem við framleiðum: Saumþéttar flíkur (t.d. skeljakka), flísfatnað, regnfatnað/sjófatnað, vinnufatnað, buxur, hanska, vettlinga og aðrar smávörur.

Samstarfsaðilar til langs tíma.

Við höfum byggt upp traust og náin viðskiptasambönd við samstarfsaðila í framleiðslu í meira en áratug. Við vinnum eingöngu með aðilum sem tryggja velferð starfsmanna og fylgja lögum viðkomandi lands er varða atvinnu, heilsu og öryggi.  Til þess að tryggja þetta gerum við eigin úttektir við framleiðslu á vörum okkar.

Samstarfsaðilar okkar í framleiðslu hafa bækistöðvar í eftirfarandi borgum:

  • Nantong, Kína
  • Porto, Portúgal
  • Borås, Svíþjóð
  • Povoa de Varzim, Portúgal
  • Hong Kong, Kína
  • Campina, Rúmeníu

Að minnka sóun

Við getum haft mest áhrif í okkar nærumhverfi. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að minnka sóun og auka endurvinnslu á skrifstofum okkar, verslunum og í eigin verksmiðjum.

Sóun

Við höfum flokkað úrgang í höfuðstöðvum okkar og verslunum í allt að fimm mismunandi endurvinnsluflokka frá því 2015. Um leið hættum við að kaupa einnota kaffimál og settum reglur um að kaupa einungis lífbrjótanleg og eiturefnalaus hreinsiefni ásamt LED-ljósaperum.​

Orka

Við erum heppin að búa í landi sem er nánast eingöngu knúið endurnýjanlegri orku og þar af leiðandi ganga höfuðstöðvar okkar og verslanir fyrir endurnýjanlegri orku. Í löndum utan Íslands notum við alltaf endurnýjanlega orku þegar það er hægt.​

Bréfpokar í verslunum

Úr endurunnum pappír.​

Verslanir
13 verslanir
Laugavegur 17-19

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Hafnartorg, Bryggjugata 7

Ísland

Bankastræti 5

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Faxafen 12

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Kringlan

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Smáralind

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Miðhraun 11

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Útsölumarkaður, Faxafen 12

Ísland

Hafnarstæti 94, Akureyri

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Skipagata 9, Akureyri

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
KEF - Keflavíkurflugvöllur

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Regent Street 100, London

Bretland

Sværtegade 12, Kaupmannahöfn

Danmörk

Verksmiðjur
1 verksmiðjur
Saldus

Lettland

Vöruhús
2 vöruhús
Miðhraun 10

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Saldus

Lettland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Skrifstofur
3 Skrifstofur
Höfuðstöðvar, Miðhraun, Garðabæ

Ísland

Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
Flokkun sorps
10 Rafmagnsbílar
9 Hleðslustöðvar
Skrifstofa, Vestergade, Kaupmannahöfn

Danmörk

Skrifstofa, Regent Street, London

Bretland

Hringrás

Kynntu þér einnig

Samfélag

Það er okkar skuldbinding að huga að og stuðla að öllum hagsmunaaðilum í íslensku samfélagi

Sagan

Með þjóðinni í 90 ár.