Verkefni
Jafnréttis- og jafnlaunastefna Sjóklæðagerðarinnar
Sjóklæðagerðin skuldbindur sig til að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Stefnan er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 og annarra laga er snúa að jafnrétti. Stefnan nær til allra starfsmanna Sjóklæðagerðarinnar. Stefna Sjóklæðagerðarinnar er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að allir hafi jöfn tækifæri óháð kyni.
Það er á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir ásamt því að bregðast við óútskýrðum launamun og öðru sem tengist jafnlaunakerfi sé þess þörf. Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun og vinna að stöðugum umbótum á hvoru tveggja.
Sjóklæðagerðin hlaut viðurkenningu fyrir jafnréttis- og jafnlaunastefnu sína í Janúar 2020.
66°Norður Akademían
Við viljum ýta undir heilsueflandi lífsstíl, framfarir og hvetjandi starfsumhverfi með starfsemi Akademíunnar.