Viðgerðir

Hringrás

Viðgerðir

Vegna álags á saumastofunni hjá okkur viljum við benda viðskiptavinum okkar á að viðgerðir á skeljum (bæði jökkum og buxum) og viðgerðir á dún- og powerfill flíkum eru okkar sérstaða.

Aðrar almennar viðgerðir og breytingar svo sem styttingar og rennilásaskipti á öðru en skeljum og dúnflíkum, viðgerðir á saumsprettum og viðgerðir sem krefjast handsaums biðjum við viðskiptavini okkar því að fara með á aðrar saumastofur.

Við rekum okkar eigin viðgerða- og breytingaþjónustu sem byggir á áratuga reynslu og sérþekkingu á fatnaði okkar. 66°Norður leggur áherslu á að vörur fyrirtækisins endist eins lengi og kostur er.

Á saumastofunni okkar gerum við við allan notaðan 66°Norður fatnað. Við mikla notkun á fatnaði fylgir eðlilegt slit, þess vegna reynum við að eiga birgðir af umfram efni, hnöppum og rennilásum, sem við nýtum svo til að lengja lífið á flíkunum okkar. Starfsfólk saumastofunnar leggur sig fram við að láta flíkina þína líta eins vel út og hægt er.

Ef svo illa vill til að fatnaður frá okkur skemmist eða breytinga er þörf, hvetjum við þig til að koma við í þjónustuverinu okkar í Miðhrauni 11 á höfuðborgarsvæðinu, verslunum okkar í Skipagötu á Akureyri eða Sværtegade 12 í Kaupmannahöfn. Í framhaldinu mun viðgerðateymið kíkja á málið og reyna að aðstoða eftir fremsta megni.

Einnig er hægt að senda fatnaðinn til okkar á eftirfarandi heimilisfang:

Þjónustuver v/viðgerða
Miðhraun 11
210 Garðabær

Við biðjum ykkur að fylla út eftirfarandi viðgerðarform og setja í sendinguna.

Við biðjum vinsamlegast um að fatnaðurinn sé nýþveginn þegar komið er með hann í viðgerð. Sé fatnaðurinn ekki nýþveginn verður hann sendur í hreinsun á kostnað eiganda.

Sé vara ekki sótt innan þriggja mánaða, áskilum við okkur rétt til að selja vöruna fyrir kostnaði.

Til að hafa samband vinsamlegast smelltu hér.

Opnunartími í þjónustuveri:

Mán - fös: 08:00 - 16:00

Lau: Lokað

Sun: Lokað

Hringrás

Kynntu þér einnig

Þjónusta

Á saumastofunni okkar í Garðabænum bjóðum við upp á að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær voru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.

Lesa
Vinnustaðurinn

Hvernig við hugum að starfsfólkinu okkar, vinnustaðnum og verslunum.