Hringrás

Feldur

Allur ekta feldur sem 66°Norður notar í vörum sínum er frá finnska uppboðshúsinu Saga Furs. Það er eina feldsölufyrirtækið á markaði sem er sérstaklega umhverfisvottað og styðst jafnframt við sérstaka endurskoðun sem snýr að umhverfismálum og velferð dýra.

Saga-vottunarkerfið er frá 2005 en áætlunin hefur síðan verið í stöðugri þróun í samvinnu iðnaðarins sjálfs, finnskra yfirvalda, ESB og dýralækna sem eru sérhæfðir í loðdýrarækt. Saga-vottun tekur mið af eftirfarandi þáttum:

  1. Dýravelferð og heilsa
  2. Uppeldisaðstæður dýra
  3. Hreinlæti á býlum
  4. Ræktun
  5. Umhverfismál
  6. Fæðustýring
  7. Þjálfun og viðbragðsáætlanir fyrir óvenjulegar aðstæður

Saga-rekjanleikakerfið (STS) er keðja vörsluskjala sem tryggja rekjanleika og gagnsæi í gildiskeðjunni. Kerfið gerir birgjum Saga Furs kleift að rekja uppruna hvers felds til hvers ræktanda. Í framhaldinu getur Saga Fur vottað uppruna og staðsetningu skinnanna. Kerfið birtir einnig hlutfall vottaðra ræktenda, dagsetningar á vottun hvers ræktanda og upprunaland.

Það má kynna sér Saga Furs og sjálfbærniátak fyrirtækisins betur hér.

Hringrás

Kynntu þér einnig

Efni sem endast

Við skuldbindum okkur til að vinna einungis með efni frá ábyrgum framleiðendum og birgjum sem uppfylla hæstu gæðakröfur.

Lesa
Vottanir & Samstarfsaðilar

Lærðu meira um virðiskeðjuna okkar, birgjana og þær vottanir sem tengjast vörunum okkar.