Að versla á vefnum

Afhending vöru

Þegar þú verslar í vefverslun 66°Norður er hægt að velja á milli þess að fá pöntunina senda heim með Dropp eða Íslandspósti, sækja á afhendingarstað Dropp eða í póstbox eða sækja í þjónustuverið okkar í Miðhrauni 11, Garðabæ. Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

Heimsending - Sendingarkostnaður er 1.890 kr. með Dropp og 2.090 kr. með Íslandspósti. Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira fellur sendingarkostnaðurinn niður. Afhending getur tekið 1-4 virka daga. Á afhendingardegi sendir Dropp eða Íslandspóstur SMS með upplýsingum um áætlaða tímasetningu heimsendingar.

Póstbox / Afhendingarstaður Dropp - Að sækja á afhendingarstað Dropp kostar 1.090 kr. og að sækja í Póstbox Póstsins kostar 1.390 kr. Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira fellur sendingarkostnaðurinn niður. Afhending getur tekið 1-4 virka daga. Þegar pakkinn er kominn á afhendingarstaðinn eða í Póstboxið og er tilbúinn til afhendingar sendir Dropp eða Íslandspóstur SMS og tölvupóst með QR kóða og pin númeri.

Sækja í þjónustuverið, Miðhrauni 11, 210 Garðabæ - Þessi valmöguleiki er gjaldfrjáls. Við sendum SMS þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar. Afhending tekur 1-2 virka daga. Pantanir eru ekki sendar í þjónustuverið um helgar. 

Opnunartími í þjónustuveri:

Mán - fös: 08:00 - 16:00

Lau: Lokað

Sun: Lokað


Skilafrestur

Þegar pöntun hefur verið gerð og sölukvittun borist í tölvupósti frá 66°Norður á það netfang sem gefið er upp, er kominn á bindandi samningur um kaup. Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar. Til þess að nýta þann rétt ber viðskiptavini að senda tilkynningu um að fallið sé frá samningi á netfangið 66north@66north.is

  • Til að uppsagnarfresturinn teljist virkur nægir að senda tilkynningu um að óskað sé eftir að fallið sé frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út.
  • Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga eða gallaða vöru. Bæði er hægt að skila vöru í einni af verslunum 66°Norður eða senda í Vefverslun 66°Norður, Miðhrauni 11, 210 Garðabæ
  • Þegar 66°Norður hefur móttekið vöruna er endurgreitt inn á sama greiðslumiðil og notaður var í upphaflegu viðskiptunum.
  • Til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vörunnar sem keypt er skal neytandi aðeins meðhöndla hana og skoða á sama hátt og leyft er í verslun. Neytandi má því einungis máta fatnað en ekki ganga í honum. Telji neytandi sig þurfa að meta vöruna meira en nauðsynlegt er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar er neytandi ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar.
  • Að öðru leyti er vísað í lög um neytendakaup nr.48/2003.

Gölluð vara

Vörur 66°Norður uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full ævilöng framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar. 

Ef söluhlutur er gallaður ber neytanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Frestur neytanda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var. Ef neytandi leggur ekki fram kvörtun innan fimm ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Réttur neytanda til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.


Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukorti, Netgíró eða með gjafakorti 66°Norður í vefversluninni.

Það er öruggt að versla með greiðslukorti í gegnum netið

Til að koma í veg fyrir misnotkun kortanúmera þegar verslað er á netinu og varna því að utanaðkomandi geti komist yfir númerin hafa ýmis öflug öryggiskerfi verið hönnuð. Netverslun 66°Norður er varin með 128-bita dulkóðunarlykli frá Thawte. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð. Ógjörningur er fyrir utanaðkomandi aðila að nálgast þessar upplýsingar. Sá sem verslar í því umhverfi má vera 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum.

Persónuupplýsingar og netföng

Engar persónuupplýsingar né netföng eru seldar eða látnar í té til þriðja aðila. Netföng sem skráð eru á vef 66°Norður eru skráð á póstlista í eigu 66°Norður sem er einungis notaður til að senda áskrifendum upplýsingar um tilboð og viðburði tengda vefnum eða þjónustu 66°Norður.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða er móttaka vöru á sér stað.

66°Norður áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Upplýsingar um seljanda

Sjóklæðagerðin ehf.

kt. 550667-0299
Miðhraun 11
210 Garðabær.
s: 535-6600
66north@66north.is
VSK-númer: 10582