Fjölskyldan
Janne og Wouter
Wouter og Janne kynntust í Reykjavík árið 2005 eftir að hafa hvort um sig flutt til Íslands til að ferðast og stunda nám. Það leið ekki á löngu áður en þau byrjuðu að ferðast saman um landið og fóru til Vestfjarða. Þau urðu fljótt yfir sig hrifin af litlu sjávarþorpunum og hægum takti lífsins í fjörðunum. Það var einkum einn staður sem fangaði hjörtu þeirra, litla þorpið Þingeyri, þar sem þau tóku eftir niðurníddu húsi í miðju bæjarins. Það var þar sem líf þeirra saman á Vestfjörðum hófst.
Það sem í augum flestra er staður við ystu mörk var í huga Wouters og Janne fullkominn staður til að stofna heimili.
2021 Gjafahugmyndir
Janne og Wouter mæla með
Viðtal
Jólin hjá Janne og Wouter
Hver er uppáhalds jólahefðin ykkar?
Í desember bjóðum við upp á danskt smurbrauð í kaffihúsinu okkar í Simbahöllinni. Okkur finnst jólin koma með svona litum viðburðum, þar sem fólk hittist og borðar góðan mat. Við dönsum líka í kringum jólatréð á aðfangadagskvöld að dönskum sið. Það er ágætt að hreyfa sig aðeins eftir matinn áður en við setjumst aftur niður og opnum pakkana.
Hvaða 66°Norður flík notið þið mest og afhverju?
66°Norður húfukollan. Við eigum um það bil 100 stykki af þessum húfum og öll fjölskyldan notar þær, sem og allt þorpið. Ef húfurnar eru ekki merktar og þær gleymast í sundlauginni eða á öðrum stöðum, þá má gera ráð fyrir því að einhver annar í þorpinu byrji að nota hana. Það er fegurðin við að búa í svona litlu þorpi.
Hver er ykkar uppáhalds staður á Íslandi?
Þar sem kaffihúsið okkar, hjóla- og hesta leigan er opin yfir sumartímann, þá getum við ekki ferðast mikið á þeim tíma ársins. Við höfum notað vorin og haustin til að ferðast aðeins um landið. Fyrir nokkrum árum fórum við í tveggja daga hestaferð frá Dýrafirði inn í Arnarfjörð. Þó þetta sé bakgarðurinn okkar, þá er þetta einn af okkar uppáhaldsstöðum. Töfrandi landslagið og endalausir firðirnir eru mjög hrífandi og hafa róandi áhrif á sálina. Haustbirtan þar er engu lík, þegar hún berst á fjöllin frá mismunandi hliðum, það er ótrúleg tilfinning.
Hvernig verða jólin ykkar í ár?
Við erum vanalega á Þingeyri yfir jólin. Staðurinn er ótrúlega kósý, rólegur og dimmur á þessum tíma árs. Við setjum vanalega jólaljós í trén úti í garði. Í ár mun fjölskyldan okkar frá Danmörku heimsækja okkur. Við munum slappa af, borða hefðbundinn jólamat, fara í gönguferðir með hundana, opna gjafir, púsla og lesa góðar bækur.
Hvert er ykkar uppáhalds jólalag?
Á einhvern skemmtilegan hátt höfum við myndað tengingu við íslenska jólalagið Jólahjól með Sniglabandinu. Textinn er mjög fyndinn og lagið sjálft er mjög grípandi.
Hver er ykkar uppáhalds jólamynd?
Það er Home Alone. Hún er alltaf fyndin, frumleg og klassísk.
Með þjóðinni í 95 ár
Full ábyrð
Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.
Ending
Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.
Sjálfbærni
Góð ending, endurnýtt efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar sótspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.