Sky is the limit
66°Norður Flugdrekar
HönnunarMars er ein af fáum hönnunarhátíðum í heiminum þar sem ólíkar faggreinar hönnunar og arkitektúrs koma saman, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar, stafræn hönnunar svo dæmi séu nefnd.
HönnunarMars, ein stærsta hönnunarhátíð á Íslandi, fer fram dagana 3. - 7. maí 2023. 66°Norður tekur þátt í sjálfbæru samstarfsverkefni.
Verkið samanstendur af 11 flugdrekum gerðum úr afgangsefnum úr verksmiðjum okkar.
Titillinn vísar til háleitra markmiða okkar um sjálfbæra hönnun, endurnýtingu og þeirra endalausu möguleika sem eru til staðar í að fullnýta allt hráefni og skapa eitthvað nýtt.
Verkið kemur úr hugsmiðju Daníels Atlasonar hjá Segull Collective og flugdrekarnir eru hannaðir í samvinnu með 66°Norður.
Sérstök opnun verður í dag, miðvikudag 3.maí kl.18:00-20:00 í pop-up rými okkar við hliðina á Hafnartorg Galleri í Reykjavík.