Kría
Afgangsefni í aðalhlutverki
Kríu-línan okkar er gerð úr Polartec Thermal Pro efni sem féll til við framleiðsluna á síðasta ári. Hún sameinar sígilda hönnun 66°Norður frá tíunda áratugnum og sjálfbærnisstefnu fyrirtækisins sem felur í sér að fleygja aldrei vörum og efni og fullnýta eins mikið og hægt er.
Kría SS24
Með því að nýta afgangsefni úr mismunandi vörulínum sköpum við ekki einungis farveg fyrir fullnýtingu þeirra hráefna sem við notum í fatnaðinn okkar, heldur opnum við samtímis á fjölda af áhugaverðum möguleikum þegar kemur að hönnun. Fjölbreyttar litasamsetningar Kríu línunnar eru gott dæmi um slíkt, en litafletir línunnar endurspegla liti sem við höfum unnið með síðustu ár. Vörulínan er framleidd í verksmiðjum okkar.
„Kríu línan endurspeglar hönnunargildin okkar: hagnýt og tæknileg hönnun en falleg og grípandi á sama tíma. Kríu línan endurspeglar skuldbindingu okkar til hringrásar og minni sóunar. Kría felur ekki bara í sér að nota afgangsefni heldur búa til fatnað sem er gerður til að duga áratugum saman, hvort sem horft er til endingar eða útlits.“
- Rakel Sólrós Jóhannsdóttir, hönnuður hjá 66°Norður