Aron og Helen
Jökullinn gefur eftir
Aron og Helen búa á bóndabæ í Hofsnesi í Öræfum þar sem þau reka lítið fjallaleiðsögufyrirtæki. Fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldu Arons frá upphafi, en langa-langafi Arons, Páll Jónsson, tók eiginlegan fyrsta viðskiptavin fjölskyldufyrirtækisins upp á Hvannadalshnjúk 1891.
Sjálf kynntust þau og urðu ástfangin upp á jökli þegar þau voru við störf hjá sitthvoru leiðsögufyrirtækinu.
Bóndabær Arons og Helenar er í miklu návígi við Vatnajökul og sambandið við jökulinn því mjög sterkt. Sjálf ferðast þau reglulega upp á skriðjöklana þarna í nágreninu og hafa þau því óhjákvæmilega orðið vitni að þróun hans og breytingum.
Á ekki svo löngum tíma hefur landslagið í kringum jöklana stórbreyst. Sífellt fleiri jökullón hafa myndast fyrir framan skriðjöklana, 500m metra íshellar hafa horfið á einungis fáum árum og eyðilendi skapast frá hopi jökulsins.
Þessi þróun setur ekki einungis spurningarmerki við framtíð fjölskyldu þeirra, heldur einnig við framtíð íslensku náttúrunnar.
"Þessi þróun setur ekki einungis spurningarmerki við framtíð fjölskyldu þeirra, heldur einnig við framtíð íslenskrar náttúru."