Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman

Sól við norðurheimskautið

TextiBenjamin Hardman
LjósmyndirEydís María Ólafsdóttir & Benjamin Hardman
Staðsetning63° 26' 15.6444'' N 20° 16' 2.3556'' W

Með 24 tíma af birtu býður íslenskt sumar upp á marga möguleika.

Með 24 tíma af birtu býður íslenskt sumar upp á marga möguleika. Benjamin og Eydís ferðuðust á suðurströnd Íslands með það að markmiði að upplifa eins mikið og þau gátu á einum degi.

10:22

Fyrsti viðkomustaður var Stórhöfði á Heymaey, heimkynni þúsunda lunda. Þar er hægt að komast í ansi mikið návígi við þá þar sem þeir hreiðra um sig í klettunum.

11:16

Því næst gengum við á Eldfell og fengum frábært útsýni yfir hraunið sem rann árið 1973. Þar var ótrúlega hvasst!

12:41

Næsta stopp var svo hádegismatur á Veitingahúsinu Gott . Þar fengum við nýveiddan þorsk beint úr sjónum við Vestmannaeyjar.


13:30

Því næst lá leiðin í Eldheima. Eftir gosið 1973 grófst hluti Vestmannaeyjabæjar undir ösku og hraun. Inni í Eldheimasafninu er hús sem stóð við Gerðisbraut 10. Húsið grófst undir ösku í gosinu og sýnir á áhrifamikinn hátt hvernig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.

15:07

Við lukum ævintýrinu okkar í Vestmannaeyjum með því að keyra að norðurhlið Heimaeyjar að Urðarvita. Þar sáum við falleg form sem hraunið tók og skildi eftir sig þegar það rann út í sjó í gosinu.

19:06

Við tókum bátinn til baka upp á land og keyrðum inn í Þórsmörk. Þórsmörk er magnaður staður sem myndaðist yfir milljónir ára af jökulflóðum og eldgosum. Það er einstakt að upplifa miðnætursólina á þessum gróðursæla og fallega stað.

Eftir að hafa þverað nokkrar ár og keyrt nokkuð krefjandi leið inn eftir komum við okkur fyrir í Volcano Huts í Húsadal.

Þórsmörk er mynduð af jökulflóðum og eldgosum á milljónum ára.

12:15

Að ljúka deginum undir miðnætursól er sérstök upplifun. Við gengum í gegnum birkiskóginn og upp á topp með fuglasönginn allt um kring.

Uppi á toppi mætti okkur 360° útsýni yfir alla Þórsmörkina, þar sem glitrandi jökulár ófu saman farvegi sína og gullin ský ljómuðu í geislum miðnætursólarinnar.

Rétt eftir miðnætti var svo kominn tími að að hvílast. Dagurinn var að enda kominn þrátt fyrir að sólin settist ekki.

Hverju skal klæðast

Uppáhaldsflíkur Benjamíns og Eydísar