Gjafahandbók Benjamin Hardman

Benjamin Hardman er ástralskur ljósmyndari sem býr á Íslandi og leggur kapp á að læra betur inn á íslenska menningu og tungu. Stuttu eftir hans fyrstu heimsókn hingað ákvað hann að yfirgefa heimili sitt á hinum enda hnattarins og flytja til Íslands. Benjamin veit fátt betra en að ferðast um íslenska hálendið og taka myndir af ótrúlegum náttúrufyrirbrigðum.

Er einhver jólahefð sem er órjúfanlegur partur af jólunum þínum.

,,Ég er náttúrulega fæddur og uppalinn í Ástralíu þar sem við höldum jólin hátíðleg 25. desember með grillveislum á ströndinni í 40 gráðu hita. Það er vægast sagt vandasamt að flytja slíkar jólahefðir hingað til Íslands, en ég hef einfaldlega leyst þetta þannig að ég fagna jólunum tvisvar; einu sinni hér á landi með vinum mínum á aðfangadegi, og svo deginum eftir í gegnum Facetime með fjölskyldunni minni í Ástralíu."

Hvað er það besta við jólin að þínu mati?

,,Ég held að það besta við þau er krafturinn sem þau hafa til að sameina fjölskyldur. Það er örlítið flóknara fyrir mig samt sem áður þar sem ég bý á hinum enda hnattarins, en þau skapa þó frábært tækifæri fyrir fjölskylduna mína að heimsækja mig hingað til Íslands eða fyrir mig að fljúga til þeirra og vera með þeim."

Hvaða flík frá 66°Norður notarðu mest og af hverju?

,,Hornstrandir GoreTex jakkinn og buxurnar eru án efa þær flíkur sem ég hef notað mest. Þegar ég er úti í íslensku veðri, þá get ég aldrei verið viss við hverju ég á að búast. Þess vegna er ég alltaf klæddur þessu setti í krefjandi aðstæðum þar sem það gerir mér kleift að vera áhyggjulaus."

Hefurðu eytt jólunum á einhverjum framandi stað?

,,Síðustu ár hef ég notið jólanna í bústað á Suðurlandinu, þar sem ég hef nánast verið lokaður inni vegna fannfergis. Það er fátt notalegra en að vera inni í hlýjunni og sjá kuldalegt vetrarveðrið út um gluggann."

Gjafahugmyndir

Uppáhalds vörur Benjamins

Gjafahandbók

Við hittum á vini okkar og fengum innsýn inn í helstu jólahefðirnar þeirra.

Skoða gjafahandbók