Vor/Sumar 18

SOULLAND meets 66°NORTH

66°Norður kynnir með stolti sitt þriðja samstarf við danska merkið Soulland, undir formerkinu „Soulland meets 66°North“.

Í þetta sinn er áherslan ekki lengur undir áhrifum arfleiðar 66°Norður í framleiðslu á vinnu- og sjófatnaði. Þess í stað er áherslunni í fyrsta sinn beint að bjartari heildarmynd, sem dregur innblástur sinn af mildari veðurskilyrðum syðri Skandinavíu.

Vörulínan er fáanleg í verslun 66°Norður á Laugavegi 17-19 og hluti línunnar er fáanlegur í netverslun.

Útkoman

Líkt og fyrri samstarfsverkefni 66°Norður og Soulland, þá tvinna merkin saman styrkleika sína í annars vegar framleiðslu á tæknilegum flíkum og hins vegar stílhreinni og hagnýtri hönnun. Samstarfið er því fullkomið dæmi yfir hvernig Skandinavísk samtímahönnun og arfleifð renna saman í einstaka útkomu.

Útkoma þessa þriðja samstarfs er einstaklega sannfærandi vörulína sem að ekki einungis stendur fyrir hagnýtum og hátæknilegum flíkum, heldur virkum og frjálslegum lífstíl í borgum nútímans.

Árstímabundna áherslan er ný; en hefðin fyrir hátæknilegum fatnaði sem er hannaður fyrir öfgakennd veðurskilyrði jafnt sem hversdagsnotkun, er óbreytt.

Heildarhugmynd vörulínunnar er gerð með hlaupara í forgrunni, en er þó alveg jafn mikið fyrir þá sem sækjast eftir stílhreinum flíkum í hversdagslegum aðstæðum.

Soulland léttur hlaupajakkki

Léttur jakki hentugur til útivistar og íþróttaiðkunar, en hentar jafnframt í hversdagslega notkun

Soulland léttar hlaupastuttbuxur

Léttar stuttbuxur fyrir alls kyns útivist og íþróttaiðkun

Soulland léttur skeljakki

Tæknilegur jakki sem fyrir hvers kyns útivist og íþróttaiðkun, en einnig hentugur til hversdagsnotkunar. Jakkinn er úr tæknilegu efni sem hlífir þér fyrir hvers konar veðurskilyrðum.

Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdarstjóri 66°Norður

Okkur fannst  það eðlileg framvinda að þriðja samstarf okkar við Danska merkið Soulland myndi fela í sér fatnað til íþróttaiðkunar.

Hönnunarteymin okkar hafa staðið sig frábærlega í að steypa hér saman hönnun og tæknileg smáatiði á þann veg að hægt sé að nota flíkurnar í hversdagslegum aðstæðum. Síðan árið 1926 höfum við framleitt endingargóðan fatnað fyrir Íslenska sjómenn og hjálparsveitir sem sífellt þurfa að takast á við erfiðar Íslenskar veðuraðstæður. Í dag höfum við þróast yfir í það að framleiða tæknilegan hversdagsfatnað með framúrskarandi efnum og eiginleikum, sem að skila sér í hátæknilegum flíkum sem hægt er að nota í verstu veðurskilyrðum jafnt sem hversdagslegu umhverfi borgarlífsins.

Silas Adler, framkvæmdarstjóri Soulland

Að ýta sér stöðugt fram á við og skora á hæfni sína í að takast á við hina ýmsu hluti er aðal drifkraftur hvers verkefnis. Að verða enn betri og gera betri hluti.

Framfarir í hreyfingu, og hreyfingin á framvindunni.

Flíkin á einungis jafn mikið við og líkaminn sem hún umlykur. Hlutirnir sem þú afrekar í flíkinni einkennir gæði flíkurinnar

Takið húmor alvarlega.

Vörulínan samanstendur af 17 mismunandi vörum og inniheldur eftirfarandi:

  • Léttir skeljakkar
  • Léttir flísjakkar
  • Hlaupa stuttbuxur
  • Tæknilegir stuttermabolir
  • Hlaupabuxur
  • Mittistöskur
  • Flíshúfur
  • Hanskar
Soulland létt flíspeysa

Flísjakki tilvalinn tilvalinn til alls kyns iðkunar jafnt sem hversdagslegar notkunar.

Soulland léttar hlaupastuttbuxur

Léttar stuttbuxur fyrir alls kyns útivist og íþróttaiðkun

Soulland hlaupabuxur

Hlaupabuxur úr efni sem ekki sést í gegnum. Tæknilegir eiginleikar efnisins gefa þeim einstaka teygju- og öndunareiginleika.

Ljósmyndir í SOULLAND meets 66°NORTH herferð voru teknar af Sascha Oda