HönnunarMars

66°Norður x Ýrúrarí

LjósmyndirSigríður Margrét
Staðsetning64°07’74”N, 21°92’36”W

Í tilefni HönnunarMars 2024 kynnum við nýtt samstarf við Ýr Jóhannsdóttur, textílhönnuð og listakonu frá Íslandi, sem er staðsett í Reykjavík og starfar undir nafninu Ýrúrarí. HönnunarMars er stærsta hönnunarhátíð Íslands, og í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík 24. – 28. apríl.


Ýrúrarí er þekkt fyrir prjón, húmor, og klæðinlega list, með áherslu á sjálfbærni og hringrás texílefna. Það er því óhætt að sega að við hjá 66°Norður eigum margt sameiginlegt með Ýrúrarí hvað varðar stefnu og gildi. Ýrúrarí hefur gefið ósöluhæfum 66°Norður peysum nýtt líf með því að hylja göt og aðra galla í efni með sérhönnuðum bótum úr afskornum efnisbútum sem fallið hafa til við framleiðsluna á síðustu árum. Litaval efnisbútanna ræðst af þeim peysum og efnisafgöngum sem eru til hverju sinni og gerir það að verkum að hver peysa er einstök á sinn hátt.

Í hönnunarferlinu á bótunum sótti Ýrúrarí innblástur í lögun tölustafanna 66 sem prýða merki 66°Norður. Úr því urðu til augu, sem eru einkennandi fyrir hönnun Ýrúrarí og býr til skemmtilegan persónuleika fyrir flíkina. Eftir þróunarferlið með tölustafina og með tilliti til þeirra takmarkana sem fylgja notkun afgangs búta urðu til fljótandi augu og litríkir bogar sem móta andlitsdrætti. En þeir geta myndað munnsvip, nef og augabrúnir. 

Textílhönnuðurinn Ýrúrarí hefur undanfarin ár unnið að því að endurbæta og breyta gömlum peysum úr fataflokkunarstöðvum með því að gefa þeim nýjan persónuleika og andlit. Markmiðið er að auka gildi hverrar peysu með handverki og persónusköpun sem gefur nýjum eiganda tilfinningalegt gildi sem dregur úr líkum á því að peysan endi í ruslinu. Ýrúrarí leggur ríka áherslu á leikgleði og húmor. En með því hefur henni tekist að vekja fólk til umhugsunar varðandi notkun sína á textíl og opnað augu þeirra fyrir því skemmtanagildi og tjáningunni sem getur fylgt því að laga fötin sín.

Við hjá 66°Norður höfum frá upphafi rekið eigin verksmiðjur, viðgerðarþjónustu og hvatt fólk til umhugsunar að gera við flíkur í stað þess að kaupa nýjar. Með heildrænni nálgun á hringrás gerum við þá kröfu að efni sem við notum séu í hæsta gæðaflokki og framleidd af heiðarleika, sanngirni og virðingu við náttúruna. Við höfum hlotið alþjóðlega sjálfbærnivottun B Corp™, fyrst íslenskra fyrirtækja. Vottunin hljóta þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt hæstu kröfur um samfélagslega og umhverfislega frammistöðu í starfsemi sinni á ábyrgan og gagnsæjan hátt.