Gjafahandbók | Elísabet Margeirsdottir

Elísabet Margeirsdóttir er mikill orkubolti, en lítið jólabarn að eigin sögn. Hún nýtir jólafríið til þess að æfa í stað þess að borða á sig gat. Á meðan hún er ekki upptekin við undirbúning fyrir annað ultra maraþon eða á hlaupum í útjaðri Reykjavíkur þá eyðir hún tímanum sínum í Háskóla Íslands, þar sem hún kennir næringarfræði.

Hvað er það besta við jólin?

„Jólin gera kaldan og dimman vetur svo miklu betri. Stundir með fjölskyldu og vinum eru líklega það sem er best við jólin og desember.“

Er einhver jólahefð órjúfanlegur partur af jólunum þínum?

„Ég er ekki mikið jólabarn en þykir desember alltaf æðislegur mánuður. Ef ég ætti að nefna nokkrar ómissandi hefðir að þá er það líklega að nota jólafríið í að æfa vel, njóta þess að borða góðan jólamat og kaupa jólagjafir á síðustu stundu á Þorláksmessu.“

Hvaða flík frá 66°Norður notarðu mest?

„Ég nota líklega mest hálfrenndu Grettir peysurnar frá 66°Norður. Ég hef einnig notað Staðarfell jakkann mjög mikið við ýmsar aðstæður og er hann frábær fyrir íslenskt veður. Helstu kostir jakkans eru að hann er hlýr og andar einstaklega vel. Hann virkar vel fyrir allar árstíðir, góður fyrir langar æfingar í frosti og einnig í roki eða rigningu. Af því að hann andar svo vel þá líður mér alltaf vel í honum. Get einnig notað hann á rólegum æfingum þegar veðrið er gott en pínu svalt.“

Hefurðu eytt jólunum á einhverjum framandi stað?

„Ég hef alltaf verið heima á Íslandi með fjölskyldunni um jólin, en ég hef ekkert á móti því að breyta út af vananum og eyða þeim á framandi stað og þá helst á hlaupum eða í útivist.“

Uppáhaldsvörur

Elísabet Margeirs

Gjafahandbók

Við hittum á vini okkar og fengum innsýn inn í helstu jólahefðirnar þeirra.

Skoða gjafahandbók