Benjamin Hardman

Ísland við fyrstu sýn

MyndbandAndri Haraldsson & Benjamin Hardman
Staðsetning63°37'52.86" N -19°26'50.10" W

Fyrir fimm árum síðan, tók ástralski ljósmyndarinn Benjamin Hardman að sér fyrsta ljósmyndaverkefnið sitt hér á norðurslóðum.

Fyrir fimm árum síðan, tók ástralski ljósmyndarinn Benjamin Hardman að sér fyrsta ljósmyndaverkefnið sitt hér á norðurslóðum.

Síðan þá hefur ástríða Benjamins fyrir ljósmyndum á norðurslóðum einungis aukist og ófyrirsjáanleg uppátæki íslenskarar náttúru drifið hann áfram í stöðugri leit hans að einkennilegum náttúrufyrirbrigðum.

Nú í dag býr Benjamin á Íslandi og leggur kapp á að læra betur inná íslenska menningu og tungu. Stuttu eftir hans fyrstu heimsókn hingað ákvað hann að yfirgefa heimili sitt á hinum enda hnattarins og flytja hingað ásamt kærustu sinni - sú ákvörðun endurspeglar líklegast best ástríðu hans.

Saga Benjamins er ótrúlegt dæmi um hvernig öfgar íslenskrar náttúru geta hrifið hugi utanaðkomandi gesta. Slíkt er aðdráttaraflið að hér heimsækja ferðamenn ekki einungis landið, heldur kjósa sumir þess í stað að setjast hér að og gera Ísland að sínum heimahögum.

Við gleðjumst yfir að Benjamin sé í hóp okkar sem kjósum að búa á hjara veraldar. Við gleðjumst yfir því að kalla Benjamin íslending.

Hverju skal klæðast

Uppáhalds fatnaður Benjamins

JöklaParka með loðkraga
195.000 ISK
Litur