Íþróttagarpurinn
Fanney Þorbjörg
Fanney Þorbjörg byrjaði að æfa skíði 6 ára gömul og eftir það var ekki aftur snúið. Eftir að hafa lamast í alvarlegu skíðaslysi hefur hún í dag náð ótrúlegum bata og stundar fótbolta, skíði og hlaup af kappi.
Einstakt hugarfar Fanneyjar Þorbjargar hefur komið henni á stað sem engan óraði fyrir.
Gjafahugmyndir
Fanney Þorbjörg mælir með
Viðtal
Jólin hjá Fanneyju Þorbjörgu
Uppáhalds jólahefð?
Á aðfangadag hef ég tekið upp þá hefð að hlaupa árafjöldann frá því að ég slasaðist á aðfangadegi 2011. Ef ég hef verið erlendis á skíðum þá sleppi ég hlaupahefðinni og tek kílómetrafjöldann í brekkunni. Það verður fróðlegt að sjá hversu lengi ég mun halda í þessa hefð, mögulega verð ég 60 ára að taka maraþon á aðfangadegi. Hlakka til!
Hvaða 66°Norður flík notar þú mest og afhverju?
Ætli það sé ekki rauða dúnúlpan mín, Dyngja. Ég nota hana mikið hversdags á veturna og líka í útivist eins og á skíðum, göngu eða upp í sveit. Annars kemur Skaftafell skeljakkinn sterkur inn í veturinn fyrir útiveru og hversdags rigninguna í Reykjavík.
Hver er þinn uppáhalds staður á Íslandi?
Þegar stórt er spurt! Við fjölskyldan höfum farið árlega í hestaferð á Löngufjörur á Snæfellsnesi. Tilfinningin að koma út á fjöruna á hestbaki er engri lík. Ég hef yfirleitt talið niður dagana þangað til við förum í þá árlegu ferð. Sveitin í Árnessýslu á hlýjum sumardegi situr ofarlega í huga mér en við fjölskyldan eyðum miklum tíma þar. Svo verð ég að segja Laugavegurinn þar sem þú ferð í gegnum öll helstu náttúrueinkenni Íslands - hraun, fjöll, sanda, ár og endar í grænni Þórsmörk.
Hvernig verða jólin þín í ár?
Við fjölskyldan erum að fara í skíðafrí til Kitzbuhel í Austurríki og verðum þar yfir jólin. Við erum mjög hrifin af því að eyða jólunum í austurrísku ölpunum eða Dolomites fjöllunum á Ítalíu! Það gerist ekki mikið jólalegra en að eyða jólunum með sínum nánustu í litlum skíðabæ.
Áttu þér uppáhalds jólalag?
Uppáhalds jólalagið mitt er Dansaðu vindur með Eivör Pálsdóttur.
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
The Grinch er mín uppáhalds jólamynd því hún minnir mig á jólin þegar ég var yngri.
Með þjóðinni í 95 ár
Full ábyrð
Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.
Ending
Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.
Sjálfbærni
Góð ending, endurnýtt efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar sótspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.