Hafnarböð í Kaupmannahöfn
Emilie Lilja
Kaupmannahöfn er ein af fáu borgum í Evrópu þar sem sjórinn við helstu hafnirnar er nógu tær til að synda í. Við tókum saman uppáhaldsstaði Emilie Lilju, vörumerkjafulltrúa okkar í Danmörku.


Sumarið er handan við hornið og fyrir dönsku þjóðina þýðir það að hafnarböðin í Kaupmannahöfn fara að fyllast af fólki. Kaupmannahöfn er ein af fáu borgum í Evrópu þar sem sjórinn við helstu hafnirnar er nógu tær til að synda í. Hafnarböðin og borgarströndin við Íslandsbryggju gefur okkur dönunum fullt af frábærum tækifærum til að dýfa okkur ofan í sjóinn fyrir eða eftir vinnu.
Í tilefni þess að 66°Norður voru að gefa út nýja liti á sundbolunum sínum fannst okkur tilvalið að taka saman áhugaverð hafnarböð í Kaupmannahöfn og einnig út af því að ég hef ákveðið að fara í morgunsund 2x í viku til að létta lundina og efla andlega heilsu. Þess vegna hef ég tekið saman mína uppáhaldsstaði og vona innilega að þú komir með mér í sjóinn í sumar; þú gætir jafnvel sagt mér frá þínum uppáhaldsstöðum.
Emilie Lilja
Uppáhalds hafnarböðin í Kaupmannahöfn
Hafnarböðin á Íslandsbryggju
Hafnarböðin eru með fjórar stórar útilaugar, eina æfingalaug, eina dýfingarlaug og tvær minni sem henta vel fyrir börn.
La Banchina
La Banchina er veitingastaður við sjóinn sem býður upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð. Einnig er gufubað á staðnum.
Kastrup sjóböðin
Kastrup sjóböðin eru með frábært útsýni yfir á Saltholm eyju og til Svíþjóðar. Þar er gott að synda og mikið skjól frá vindinum.
Kalvebod Bølge
Kalveböðin er vinsæll staður fyrir hlaupara og þá sem vilja liggja í sólinni og slaka á.
Sandkaj
Sandkaj er opið allan ársins hring og er partur af göngustíg sem fer inn í nýja bæjarhlutann.

Sundfatnaður
Straumur
Straumur línan samanstendur af sundbol og stundbuxum. Sundbolurinn er úr hágæða efni og með lógó teygjum sem krossa á bakinu. Sundbuxurnar eru í klassísku sniði með neti að innan og rassvasa.

Ég hef ákveðið að koma tveimur sundferðum í viku inn í rútínuna mína, til að létta lundina og efla andlega heilsu.



