Ráðleggingar

Þetta er hluti af fleiri ráðleggingum til að hjálpa við leitina að réttu vörunni fyrir þig. Líttu á hinar.

Vindþol

Vatnsþol

Vatnsþol lýsir því hversu vel flík hrindir frá sér raka, þar með talinni rigningu og snjó. Flíkurnar sem við gerum eru ekki allar vatnsþolnar. Þegar hannaðar eru flíkur fyrir íslenskar aðstæður er þess hins vegar oft krafist.

Þetta er merkingin sem við leggjum í vatnsþol

Við hjá 66°Norður skiptum vatnsþolnum flíkum okkar í þrjá flokka: vatnsþolnar, mjög vatnsþolnar og vatnsheldar. 

Vatnsþolið eða vatnsfráhrindandi

Vatnsþolnar eða vatnsfráhrindandi flíkur eru gerðar úr efnum eins og merinóull, næloni og pólýester en eru ekki með vatnshelda himnu. Fatnaður í þessum flokki veitir skjól fyrir veðri með hámarksþægindum og -öndun. Til dæmis veita Tindur Shearling og Reykjavik-göngubuxurnar viðnám gegn skvettum og lítils háttar rigningu. 

Vatnshelt

Vatnsheldar flíkur eru gerðar úr lagskiptum efnum eins og GORE-TEX, Polartec NeoShell og sérsniðnum lagskiptum efnum okkar. Fatnaður í þessum flokki veitir hámarksvörn gegn veðrum en á móti minnkar hreyfanleiki. Öndun fatnaðarins er misjafnlega mikil eftir efnum. Staðarfellsjakkinn og úlpan Drangajökull standast til dæmis mikla rigningu og langvarandi veðrun.

Mjög vatnsþolið

Mjög vatnsþolnar flíkur eru gerðar með GORE-TEX Infinium tækni. Infinium er ekki eins vatnshelt og hefðbundið GORE-TEX en veitir einstaka veðurvörn og öndun. Fatnaður í þessum flokki verndar bæði gegn úrhelli og svita innanklæða. Infinium-jakkar henta ekki síst borgarbúum.

Að finna stig vatnsþols sem hentar

Í slæmu veðri er besti búnaðurinn sá sem er við hendina. Góður undirbúningur tryggir að búnaðurinn henti þörfum þínum.

Fyrir borgina

Fyrir borgarbúa er vatnsheld eða mjög vatnsheld flík eins og Skaftafell framúrskarandi kostur. Þessar flíkur veita vernd gegn nánast öllum veðrum en eru samt afburðaþægilegar og fjölhæfar. Þegar úthafsrok stendur milli þín og áfangastaðarins er stundum einfaldast að ferðast bara akandi.

Fyrir léttar fjallgöngur

Fyrir þau sem telja rigningardaga meðal gæðastunda er léttari vatnsheld flík eins og Snæfell best. Þessar flíkur veita umtalsverða veðurvörn en eru lipurlegar og anda vel. Ef þú sérð þig fyrir þér á göngu í rigningu í sumar (eða jafnvel á hlaupum) skaltu prófa þær.

Fyrir krefjandi fjallgöngur

Að lokum er þyngri vatnsheld flík eins og Hornstrandir best fyrir þau sem stunda krefjandi fjallaferðir. Þessar flíkur veita frábært skjól og eru þægilegri en ætla mætti. Þær eru hins vegar stífari, stærri og minna sveigjanlegar en skyldar flíkur. Ef átök eru eini kosturinn er þetta rétt val.

Hvernig vatnsþol er metið

Efnið sem notað er í bol flíkur ræður mestu um vatnsþol hennar. 

Bómull er ekki vatnsþolin í eðli sínu. Þó að hettupeysa geti haldið á manni hita í léttum úða er það að klæðast venjulegri bómullarflík í hellidembu ávísun á að verða gegnblautur.

Nælon og pólýester eru vatnsþolin í eðli sínu. Þessi gerviefni hrinda frá sér vatni upp að vissu marki en virka best þegar á þeim er DWR-lag (Durable Water Repellent). Flík úr gerviefnum með DWR-lagi veitir vörn gegn skyndidembu en verður mettuð í mikilli eða langvarandi rigningu.

Merinóull er líka náttúrulega vatnsþolin. Það kemur kannski á óvart, en merinótrefjar hrinda frá sér vatni þökk sé tveimur einstökum eiginleikum: samtvinnaðri frumubyggingu og vaxkenndu lagi sem kallast lanólín og virkar sem lífrænt DWR.

Lagskipt efni eins og GORE-TEX og Polartec NeoShell eru hönnuð til að vera ótrúlega vatnsþolin. Þessi efni búa yfir ytra lagi (yfirleitt DWR-húðuðu gerviefni) sem er lagskipt við örgljúpa himnu. Á þessum himnum eru milljarðar örsmárra opa, sem hvert um sig er minna en stakur vatnsdropi. Útkoman er vatnsheld fyrirstaða. Þó að himnuflík geti „blotnað út“ eftir nokkurra klukkustunda blautviðri heldur hún notandanum þurrum í úrhellisrigningu, ef rétt er farið með hana, og getur enst í áratugi.

Vatnsþol flíkur er mælt með svokölluðu vökvastöðuprófi, þar sem reynt er á hversu mikið vatn hún þolir á sólarhrings tímabili án þess að verða gegnblaut. Allt yfir 5.000 mm/24 klst. gefur einkunnina „vatnsheld“. Polartec NeoShell er með einkunnina 10.000 mm/24 klst. GORE-TEX 3L er með einkunn yfir 28.000 mm/24 klst. 

Þó að vökvastöðuprófið sé mikilvægt viðmið munu fæstir notendur upplifa aðstæður þar sem munurinn á 10.000 mm/24 klst. jakka og 28.000 mm/24 klst. jakka verður áþreifanlegur. Við teljum að samkvæmar, magnbundnar og reynsludrifnar einkunnir hjálpi fólki að finna þær vörur sem henta best þörfum þess.

Ráðleggingar

Vatnsþolið

Karlar
2 samsetningar
Karlar(3 útgáfur)
Konur(3 útgáfur)

Lesa meira

Hvaða tæknilegu eiginleikar gera það að verkum að flíkurnar okkar aðlagast mismunandi aðstæðum

Öndun

Öndun lýsir því hversu vel flíkin veitir burt rakagufu sem notandinn myndar. Flík sem andar vel hleypir meira af þessari gufu út, sem er þægilegra fyrir notandann. 

Vindþol

Vindþol lýsir því hversu vel flík hindrar að vindur fari í gegnum hana. Sérhver flík úr föstu efni veitir eitthvert viðnám gegn vindi. En í ljósi þess að Ísland er næstvindasamasta land í heimi verða flíkurnar sem við framleiðum að gera aðeins meira.

Einangrun

Einangrun lýsir því hversu vel flík ver gegn kulda. Almennt séð er flík með meiri einangrun hlýrri en flík með minni einangrun. Einangrun getur líka verið stytting á efni sem einangrar. Dúnn, gerviefni og flís eru öll tegundir einangrunar.