Eldgosið við Litla Hrút

Klæddu þig vel

LjósmyndirBenjamin Hardman
TextiBenjamin Hardman

Ísland er ekki kallað land elds og íss að ástæðulausu. 10. júlí síðastliðinn, eftir hrinu jarðskjálfta, fór að gjósa aftur á Reykjanesskaga. Það er sannarlega einstök upplifun og hafa því margir lagt leið sína að eldgosinu. Í þetta skiptið er gönguleiðin mun lengri en áður og því mikilvægt að vera vel búinn fyrir hvað sem er. Benjamin Hardman hefur tekið saman útbúnaðarlista sem er mikilvægur fyrir slíka gönguferð.

Það er mikilvægt að hafa í huga að gossvæðið er ekki öruggt svæði. Nýjar gossprungur og gosop geta opnast hvar sem er án mikils fyrirvara. Það er mjög mikilvæt að fylgjast vel með veðurspá og skoða safetravel.is fyrir allar helstu upplýsingar um hvað skal hafa í huga áður en haldið er að gosstöðvunum við Litla Hrút.

Hverju skal klæðast

Ysta lag
4 samsetningar
Ysta lag(2 útgáfur)
Miðlag(2 útgáfur)
Innsta lag(2 útgáfur)
Aukahlutir(2 útgáfur)

Vertu viðbúinn hverju sem er

Það er algjört ævintýri að gera sér ferð upp að gosstöðvum. Á því ferðalagi kemst maður í návígi við ýmiss konar jarðlendi og veðurfar og þarf því að vera viðbúinn hverju sem er. Þar sem þetta er fjallganga meirihlutann af leiðinni geta veður aðstæður breyst mjög hratt á meðan á göngunni stendur. Á mjög skömmum tíma og án viðvarana getur maður lent í mikilli þoku, rigningu og vindi. Það eru nokkrir megin hlutir sem geta veitt öryggi sama hvaða aðstæður mæta manni á leiðinni. Gott er að byrja gönguna á að vera svolítið kalt og undirbúa sig þannig fyrir miklum líkamshita breytingum þegar gangan er farin að reyna meira á. Mikilvægt er að muna að taka af sér 1-2 lög af fatnaði áður en manni verður of heitt, þetta er gert til að svitna ekki. Að svitna mikið og verða svo fyrir sterkum vindhviðum getur verið afar óþægilegt í fjallgöngu.

Lagskipting

Básar Merino ullarsettið er tilvalið sem innsta lag. Merino ullin heldur líkamanum hlýjum án þess að vera mjög svitavaldandi. Létt rennd eða hálfrennd Vík flíspeysa er tilvalin sem milli flík. Hún getur einnig verið hugsuð sem aðal yfirhöfn þegar veður aðstæður eru góðar. Fyrir hlýja sumardaga eru Straumnes Gore-Tex Infinium jakkinn og buxurnar fullkomin, en á kaldari og vinda meiri dögum eru Tindur shearling flísjakki eða Esja flíspeysa betra val þar sem þær flíkur eru einfaldlega hlýrri. Reykjavík eru léttar göngubuxur sem eru mjög gott val fyrir svona göngu, þær endast vel við svona aðstæður, eru afar teygjanlegar og eru með stóra vasa. Gore Tex skeljakki og buxur eru þinn besti vinur í blautum aðstæðum. Gore Tex Pro skeljarnar, eins og Hornstrandir jakkinn, hafa reynst mér best sem megin yfirhöfn fyrir bæði vindasamt og regn mikið veðurfar. Einnig er gott er að hafa léttar og auðveldlega pakkanlegar regnbuxur meðferðis, eins og Keilir Gore Tex Paclite, til að skella sér í ef skyndilega byrjar að rigna.

Í töskunni

Ég pakka einnig Dyngju dúnúlpu, hún einangrar vel og er tilvalin til þess að fara í um leið og göngunni lýkur. Það er einnig hægt að nýta hana í stuttum stoppum á leiðinni og einfaldlega fara í hana yfir skel eða þá yfirhöfn sem þú ert í hverju sinni. Ef það er rigning á leiðarenda er einnig hægt að fara í skel yfir dúnúlpuna til að hún haldist þurr og haldi á þér hita. Á leiðarenda er maður ekki á eins mikilli hreyfingu og því algengt að manni kólni mjög hratt.

Annar mikilvægur útbúnaður

Á nýja gossvæðinu er gasmengunin enn meiri en við fyrri gos, þessi mengun er ósjáanleg og ekki er hægt að greina hana með lykt. Gasið dreifist úr reykskýi eldgossins og mengun getur aukist hratt á svæðinu. Það er því ráðlagt að hafa gasgrímur meðferðis. Ef þú finnur fyrir óþægindum vegna mengunarinnar þá er mikilvægt að yfirgefa svæðið strax. Þar sem gangan í ár er afar löng er mikilvægt að vera vel skóaður. Ég mæli með La Sportiva Trango Tower GTX alhliða gönguskónum, þeir henta í bæði stuttar sem og langar göngur utanvega og veitta góðan stuðning. Höfuðljós og göngustafir er einnig mikilvægur búnaður fyrir þessa gönguleið. Um leið og það rökkvar getur verið erfitt að finna merkingar gönguleiðarinnar og þar kemur höfuðljósið að góðum notum. Einnig er býsna algengt að það sé mikil þoka á svæðinu og því auðvelt að villast af leið án auka ljóss. GAIA er app sem gott er að hafa, það hjálpar þér að fylgja réttri leið á meðan á göngunni stendur og gerir manni auðveldara fyrir að finna rétta leið ef maður týnir merkingum gönguleiðar.

Eldfjallaganga með Helgu jarðfræðingi

Einstakt tækifæri til að fara með Helgu á slóðir eldgossins í Geldingadölum, en Helga er doktorsnemi í jarðfræði.

Lesa meira
Hverju skal klæðast

Chris Burkard, vörumerkjafulltrúi 66°Norður er margverðlaunar og sjálflærður ljósmyndari og listamaður. Myndirnar hans einkennast af kraftmiklu landslagi, sælustundum og ævintýralegum lífsstíl.