Gjafahandbók | Heiðar Logi

Heiðar Logi fær útrás á brimbrettinu og eyðir tíma sínum í að elta uppi öldur við strendur Íslands ásamt því að stunda jóga af miklum móð. Hann er mikið jólabarn og veit fátt betra en að handgera sínar eigin jólagjafir og njóta svo jólanna umkringdur fjölskyldunni sinni.

Er einhver jólahefð sem er órjúfanlegur partur af jólunum þínum.

„Ég bý alltaf til handgerðar jólagjafir. Það er í raun það sem mér finnst skemmtilegast við jólin. Ég hef gert þetta í nokkur ár núna og ég mun líklega aldrei hætta þessu. Ég fattaði að þegar ég kúpla mig út úr daglegri rútínu, geri eitthvað óvanalegt og læri eitthvað nýtt er ég í essinu mínu. Maður gerir alltof lítið af því en um jólin geri ég það og ég hef alltaf jafn gaman af því.“

Hvað er það besta við jólin að þínu mati?

„Það besta við jólin að mínu mati er þegar ég er búinn pakka öllum gjöfum inn, koma þeim til verðandi eigenda og finna hvernig það slaknar á mér. Þá er ég loksins tilbúinn að slaka á og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum í kyrrð og ró yfir hátíðarnar.“

Hvaða flík frá 66°Norður notarðu mest og af hverju?

„Mest notaða 66 flíkin mín er Bylur ullarpeysan. Ég nota hana í raun í allt. Sama hvort það sé í daglegu lífi eða uppi á jökli sem millilag. Einnig tek ég Jöklu Parka með mér næstum allt. Sama hvort það sé til að stökkva inn í ískaldan bíl að vetri til, nýbúinn að sörfa í sjónum eða bara þegar ég vill njóta þess að vera úti og langar að vera viss um að vera hlýtt.“

Hefurðu eytt jólunum á einhverjum framandi stað?

„Heyrðu, nei. Ég er mikið jólabarn og mér þykir svo vænt um þessar venjur sem felast í því að borða jólamatinn og opna pakka í rólegheitum um kvöldið, helst í marga klukkutíma. Því fleiri viðstaddir því betra.“

Uppáhalds vörur

Heiðar Logi

Gjafahandbók

Við hittum á vini okkar og fengum innsýn inn í helstu jólahefðirnar þeirra.

Skoða gjafahandbók