Kársnes
Kársnes línan er hönnuð með hreyfanleika og þægindi í huga fyrir þau sem láta ekki íslenska rokið stoppa sig.
Línan samanstendur af einstaklega léttum flíkum sem anda vel og hlífa gegn vindi, en flíkurnar eru framleiddar úr mjög teygjanlegu efni. Kársnes er því fullkominn kostur í hlaupin, hjólin sem og aðra útivist, þar sem létt ytra lag er nauðsynlegt.
Línan er nú fáanleg í þremur nýjum litum, innblásnum af íslenska sumrinu.