
Kría vörulína
Sígild hönnun
Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum.
Kríu flísgalli
Kríu flísgallinn er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan.
Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.




Sturla Snær Snorrason, keppandi á vetrarólympíuleikunum í Peking 2022.


Íslensku keppendurnir á vetrarólympíuleikunum í Naganó 1998.
Til hægri: Kristinn Björnsson.
