Kría
Kríu línan er byggð á samnefndri línu sem naut mikilla vinsælda á Íslandi í kringum 1990. Línan samanstendur af klassískum og vönduðum flíkum sem nú hafa verið uppfærðar í nýjum og tæknilegum efnum. Gamlir Kríu jakkar finnast enn á mörgum íslenskum heimilum og standa sem haldbær sönnun á endingu þessa klassíska fatnaðar. Nú hefur jakkinn verið endurgerður í Polartec® Neoshell® sem er vatnshelt efni með frábæra öndunareiginleika.