Húfa sem skiptir máli

Við treystum á þau, nú treysta þau á okkur.

Við kynnum Landsbjargarhúfuna. Hlýja og endingargóða ullarhúfu sem hönnuð var í samstarfi við Landsbjörgu til styrktar björgunarsveitum landsin. Húfan er til sölu á heimasíðu Landsbjargar og 66°Norður og í völdum verslunum okkar.

Húfan kemur í takmörkuðu upplagi svo við hvetjum landsmenn til að tryggja sér húfu sem fyrst.

Ágóði af sölu húfunnar rennur til styrktar Landsbjargar.

Innblástur fyrir mynstur húfunnar er hálendi Íslands og fjallagarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af fjallaskaga á norðanverðu Íslandi.

Gyða Borg Barðadóttir er sjálfboðaliði í Björgunarsveitinni Ársæl sem staðsett er í Reykjavík. Eftirminnilegasta útkallið hennar var útkall sem hún upplifði sem barn en ekki sem björgunarsveitamanneskja, í snjóflóðinu i Súðavík árið 1995.

„Þannig ég upplifði það mjög lítil hversu dýrmætt og mikilvægt  starf Landsbjörg vinnur og það var búið að blunda lengi í mér að borga til baka eða gera mitt.”

Sigurjón Einarson er sjálfboðaliði í Björgunarfélagi Akraness. Þar er starfandi sterkur fjallabjörgunarhópur sem er sérhæfður í leit og björgun með dróna.

“Svona starf útheimtir töluvert fjármagn og það myndum við aldrei fá nema fyrir þann góða stuðning sem að okkur er veittur.”

Vertu bakvörður

Skráðu þig sem Bakvörð á heimasíðu Landsbjargar og hjálpaðu þeim að bjarga mannslífum með mánaðarlegum framlögum.

Gerast bakvörður

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveitir starfa undir merkjum Landsbjargar um allt land þar sem sjálfboðalilðar vinna óeigingjarnt starf við að tryggja öryggi í óútreiknanlegu veðri og náttúru. Í dag er um 5.000 manna útkallshópur tilbúinn að bregðast við þegar neyðarkallið berst. 

Íslendingar skilja vel mikilvægi öflugra björgunarsveita og standa við bakið á þeim sem klettur. Í þeim náttúruhamförum sem riðið hafa yfir þjóðina undanfarin ár hefur mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar aldrei verið mikilvægara. Mikið hefur mætt á björgunarsveitum síðustu ár og því aldrei verið brýnna en nú að landsmenn taki höndum saman og styðji þetta mikilvæga starf.