Húfa sem skiptir máli

Myndband og ljósmyndirSigurður Pétur
Staðsetning63°58’57.97”N, 16°39’03.85”W

Við treystum á þau, nú treysta þau á okkur

Við kynnum Landsbjörg húfuna, hlýja og endingargóða húfu úr merino ullarblöndu sem hönnuð var í samstarfi við Landsbjörg til styrktar björgunarsveitum landsins. Húfan er til sölu á heimasíðu Landsbjargar og 66°Norður og völdum verslunum okkar.

Húfan kemur í takmörkuðu upplagi svo við hvetjum landsmenn til að tryggja sér húfu sem fyrst.

Ágóði af sölu húfunnar rennur til styrktar Landsbjargar.


Innblástur fyrir mynstur húfunnar er hálendi Íslands og fjallgarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af Fjallaskaga á norðanverðu Íslandi árið 1999, árið sem Landsbjörg var stofnuð. 

Svanhvít Helga Jóhannesdótttir er 31 árs og býr í Öræfum þar sem hún starfar sem leiðsögumaður og kennari ásamt því að vera virkur félagi í Björgunarsveitinni Kára.  Fædd og uppalin í Öræfum, hefur náttúran alltaf verið patur af henni og þekkir hún vel tækifærin og hætturnar sem hún býður upp á.  

Áhugi á því að vinna á jöklum leiddi hana inn í tæknilega fjallamennsku sem hún starfar við í dag og býr að baki góðrar reynslu sem nýtist henni vel í björgunnarsveitastörfum. 

Að búa í Öræfum þýðir að lifa í takt við sveiflur náttúrunnar – með klettaklifri á sumrin og ísklifri eða skíðamennsku á veturna. 

„Auðvitað er það gefandi líka að geta hjálpað fólki og aðstoðað fólk sem að lendir í slysum, sérstaklega þegar að aðstoðin var það sem að breytti upp á líf og dauða en þetta er líka spurning um í rauninni náungakærleika til hvors annars hérna á svæðinu.“  

Starfið í björgunarsveitinni er ekki aðeins gefandi vegna þess að hægt er að bjarga mannslífum, heldur er það líka mikilvægt samfélagslegt hlutverk. „Við stöndum saman og styðjum hvert annað,“ segir Svanhvít.  

Vertu bakvörður

Skráðu þig sem Bakvörð á heimasíðu Landsbjargar og hjálpaðu þeim að bjarga mannslífum með mánaðarlegum framlögum.

Gerast bakvörður

Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveitir starfa undir merkjum Landsbjargar um allt land þar sem sjálfboðalilðar vinna óeigingjarnt starf við að tryggja öryggi í óútreiknanlegu veðri og náttúru. Í dag eru ríflega 4.000 manns á útkallsskrá og eru tilbúin að bregðast við þegar neyðarkallið berst.

Íslendingar skilja vel mikilvægi öflugra björgunarsveita og standa við bakið á þeim sem klettur. Í þeim náttúruhamförum sem riðið hafa yfir þjóðina undanfarin ár hefur mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar aldrei verið mikilvægara. Mikið hefur mætt á björgunarsveitum síðustu ár og því aldrei verið brýnna en nú að landsmenn taki höndum saman og styðji þetta mikilvæga starf.