99 ár
Í ár fögnum við 99 ára afmæli 66°Norður, og af því tilefni settum við upp sýningu á tískuviku Kaupmannahafnar núna í lok janúar. Þar kynntum við bæði 2025 haustlínuna okkar og sögulegar flíkur sem við höfum varðveitt síðan við vorum stofnuð árið 1926. Við höfum tekið saman þær flíkur sem kynntar voru hér að neðan.
Flot björgunarjakkinn
Flot björgunarjakkinn hefur verið fastur liður í vörulínu okkar í gegnum árin og sameinar hann sjómannaarfleifð okkar við tæknilega eiginleika hlífðarfatnaðar. Margar af nútíma flíkum okkar sækja innblástur í þessa sígildu hönnun.
Hlíðarfjall skíðajakki
Hlíðarfjall skíðajakkinn er fjölhæfur og vel einangraður skeljakki, hannaður fyrir skíðaiðkun við krefjandi aðstæður. Hann kom fyrst til sögunnar í vörulínu okkar árið 2006. Jakkinn er nefndur eftir einu vinsælasta skíðasvæði Íslands, Hlíðarfjalli.
Skoða Skálafell, sem er byggður á sömu hönnun, og dregur einnig nafn sitt frá íslensku skíðasvæði.
Ægisíða dúnúlpa
Ægisíða dúnúlpan er einstaklega vönduð og hlý. Úlpan sækir innblástur sinn í Tind dúnúlpuna sem er ein af okkar vinsælustu flíkum.
Kríu jakki fyrir Ólympíuleikana
Kríu línan kom fyrst á markað snemma á tíunda áratugnum og varð fljótt vinsæl á Íslandi, hún hefur síðan fest sig í sessi sem ein af okkar táknrænustu hönnunum. Þessi sérstaka útgáfa var hönnuð fyrir íslenska Vetrarólympíuliðið á tíunda áratugnum.
Skoða flíkur úr núverandi vörulínum sem sækja innblástur í Kríu línuna frá tíunda áratugnum.
Sjóstakkurinn
Sjóstakkurinn var fyrsta flíkin sem við framleiddum og tæpum áratug síðar þá virðist hann síður en svo vera á undanhaldi, hvort sem það er hjá sjómönnum, björgunarsveitum, krökkum í bæjarvinnunni eða á leið á þjóðhátíð.
Þórsmörk dúnúlpa
Frá árinu 2006 hefur Þórsmörk spilað jafn stórt hlutverk í daglegu lífi Íslendinga og veðrið sjálft.
Flot björgunarjakkinn
Flot björgunarjakkinn hefur verið fastur liður í vörulínu okkar í gegnum árin og sameinar hann sjómannaarfleifð okkar við tæknilega eiginleika hlífðarfatnaðar. Margar af nútíma flíkum okkar sækja innblástur í þessa sígildu hönnun.
Tindur dúnúlpa
Árið 2013 varð Leifur Örn Svavarsson fyrsti Íslendingurinn til að klífa upp norðurhlið Mt. Everest. Leifur klæddist fatnaði frá 66°Norður á leið sinni upp fjallið, en þar á meðal var hann með stóran og mikinn dúngalla sem hannaður var eftir hans þörfum. Þessi dúngalli var byggður á sömu tæknilegu hönnun og eiginleikum og Tindur dúnúlpan býr yfir. Nafnið á úlpunni, Tindur, er skírskotun í ferð Leifs á efsta tind Mt. Everest.
Keilir dúnjakki
Keilir er léttur og hlýr dúnjakki, hannaður með fjölbreytta útivist í huga. Jakkinn er fullkominn fyrir hversdagslega notkun ásamt því að pakkast einstaklega vel saman sem getur komið sér vel í ferðalögum.