Ása Steinars

Náttúrulaugar

TextiÁsa Steinars
MyndirÁsa Steinars

Stór hluti af menningu Íslendinga er að baða sig í heitum laugum. Þetta fylgir því að búa á eldfjallaeyju með köldu og óvægnu veðurfari en með nóg af heitu vatni frá náttúrunnar hendi.

Sundfatnaður

Næstum því hver einasti smábær er með sína eigin sundlaug

Á víð og dreif um landið má finna ýmsar náttúrulaugar, fullar af heitu uppsprettuvatni. Það er eldvirkninni á Íslandi að þakka að þar eru svona margar heitar laugar. Vatnið hitnar djúpt í jörðu niðri og kemur upp á yfirborðið og myndar heitar laugar. Það besta er að þær eru næstum um allt land þannig að hvert sem maður fer má finna heita laug eða sundlaug.

Staður til að spjalla

Heimafólk fer í laugina í hverri viku, stundum daglega. Við notum laugarnar til að spjalla og skiptast á skoðunum og þetta á djúpar rætur í menningunni. Á vissan hátt er þetta eins og fyrir Breta að fara á pöbbinn en bara afslappaðra. Sumir segja að þetta sé leiðin til að lifa af dimma veturna og kannski hafa þeir rétt fyrir sér. En það klikkar aldrei að skreppa snöggvast í næstu sundlaug til að hitta vini og anda að sér fersku lofti.

Fyrir mér er þetta það sem gerir Ísland að besta stað í heimi

Jarðhitaböð og andleg heilsa

Lengi hefur verið vitað að jarðhitaböð eru góð fyrir andlega heilsu. Fyrir Íslendingum eru heitu laugarnar ekki bara endurnærandi fyrir líkamann heldur eru þær staður til að sýna sig og sjá aðra og til að slaka vel á. Margar af náttúrulaugum landsins eru staðsettar í stórkostlegu landslagi þar sem er tilvalið að ná tengslum við annað fólk og slaka á í töfrandi umhverfi.

Íslendingar þekkja vel áhrif jarðhitabaða á andlega heilsu og margir þeirra líta á þau sem hluta af sínu daglega lífi. Hvort sem þeir fá sér morgundýfu í laug í nágrenninu eða fara í helgarferð út fyrir heimabæinn eru jarðhitaböð ómissandi hluti af því að viðhalda líkamlegri og andlegri vellíðan.

Straumur sundbolur

Sundbolur með lógóteygjum sem krossa á bakinu. Bolurinn er úr hágæða efni sem þolir vel klór.

Alda sundbolur

Sundbolur með lógóteygjum sem krossa á bakinu og er frekar hátt skorinn á mjöðmunum. Bolurinn er úr hágæða efni sem þolir vel klór.

Köld böð 

Íslendingar hafa um árabil nýtt sér nálægðina við sjóinn til að synda eða fá sér dýfu í köldu vatninu. Þó er það ekki fyrr en nýlega sem ótvíræðir kostir kalda vatnsins hafa komið í ljós. Það getur örvað blóðrásina, styrkt ónæmiskerfið og bætt skaplyndi. Einnig er talið að sund í köldu vatni auki framleiðslu endorfíns sem getur hjálpað til við að draga úr streitu og kvíða. 

hiohrfgi jfiohe fjfjoe jfoew

Þetta eru 6 uppáhalds laugarnar mínar til að heimsækja á Íslandi

Fyrir mér er þetta það sem gerir Ísland að besta stað í heimi. Það eru margir aðrir staðir sem hafa magnaða náttúru og ótrúlegt landslag, alveg eins og Ísland. En hvergi annars staðar hef ég fundið þessa samsetningu af náttúrulegum heitum laugum og stórbrotinni náttúru. Köld og harðneskjuleg veðráttan blönduð saman við heitt bað í lok dags er það sem lætur mig halda áfram að ferðast um þetta fallega land.

Grettislaug

65°52,57''N 19°44,12''W

Grettislaug er falleg jarðhitalaug á norðanverðu Íslandi. Laugin heitir eftir hinni frægu hetju úr Íslendingasögunum, Gretti sterka, sem sagður er hafa baðað sig í henni til að græða sár sín. Laugin er umkringd stórkostlegu landslagi og hefur útsýni yfir hafið og fjöllin í fjarska.

Á svæðinu eru tvær baðlaugar og er önnur stærri en hin. Í þeirri stærri er vatnshitinn um 41°C og sú minni er um 38°C heit. 

Krosslaug

64°31,20''N 21°11,46''W

Krosslaug er lítil laug á Vestfjörðum. Þar eru tvær baðlaugar, önnur er venjuleg sundlaug en hin er heit náttúrulaug.  Krosslaug er staðsett á rólegum stað, umkringd fjöllum og með útsýni út á haf. Þar er gott að slaka á því þangað kemur færra fólk en í margar aðrar náttúrulaugar á Íslandi.

Krosslaug er tilvalin fyrir fólk sem vill njóta fallegrar náttúru Íslands og eiga rólega og afslappandi stund í náttúrulaug.

Seljavallalaug 

63°34'01''N 19°36,17''W

Seljavallalaug er gömul sundlaug á suðurlandi. Hún er staðsett í fallegum fjalladal nálægt einum af jöklum landsins. Vatnið í sundlauginni kemur úr hver og hún er því heit allt árið um kring. Laugin er í notkun enn í dag þrátt fyrir langa sögu. Henni hefur verið haldið við í gegnum tíðina og er því enn í góðu ástandi.

Sund í Seljavallalaug er einstök upplifun. Þar geturðu slakað á í heitu vatninu með íslenska náttúrufegurð allt um kring.

Hrunalaug

64°07,59''N 20°18,24''W

Hrunalaug er lítil og falleg laug á Suðurlandi, skammt frá leiðinni um Gullna hringinn. Þótt laugin sjálf sé lítil er hún afar vinsæl og hægt að skipta í sundfötin í litlum torfkofa. Vinsældir þessarar laugar fara vaxandi og því gæti verið erfitt að eiga náðuga stund í henni. Stundum gætu gestir þurft að bíða eftir að aðrir fari upp úr lauginni áður en þeir komast að. 

Til að komast í Hrunalaug þarf að ganga stuttan spöl eftir góðri gönguleið. 

Landbrotalaug 

64°50,17''N 22°17,35''W

Landbrotalaug er lítil náttúrulaug á Snæfellsnesi á vesturströnd Íslands. Laugin er afar lítil og rúmar einungis 1-2 manneskjur í sæti en stærðin er einmitt það sem gerir baðferðina að einstakri og notalegri upplifun. Frá lauginni er gott útsýni yfir fjöllin hinum megin á nesinu og mögulegt að sjá glitta í sjálfan Snæfellsjökul. 

Galtahryggjarlaug

65°50,23''N 22°40,39''W

Galtahryggjarlaug er nánast óþekkt meðal ferðamanna og er staðsett á vestfjörðum. Til að komast að henni þarf að fá leyfi hjá landeigendum og fara yfir litla á. Hafirðu fyrir því að gera það, máttu vera viss um að eiga magnaða stund í þessum leynistað.