Ása Steinars
Náttúrulaugar
Ísland
Stór hluti af menningu Íslendinga er að baða sig í heitum laugum. Þetta fylgir því að búa á eldfjallaeyju með köldu og óvægnu veðurfari en með nóg af heitu vatni frá náttúrunnar hendi.
Næstum því hver einasti smábær er með sína eigin sundlaug
Fullar af heitu uppsprettuvatni má finna náttúrulaugar á víð og dreif um landið. Það er eldvirkninni á Íslandi að þakka að þar eru svona margar heitar laugar. Vatnið hitnar djúpt í jörðu niðri og kemur upp á yfirborðið og myndar heitar laugar. Það besta er að þær eru næstum um allt land þannig að hvert sem maður fer má finna heita laug eða sundlaug.
Staður til að spjalla
Heimafólk fer í laugina í hverri viku, stundum daglega. Við notum laugarnar til að spjalla og skiptast á skoðunum og þetta á djúpar rætur í menningunni. Á vissan hátt er þetta eins og fyrir Breta að fara á pöbbinn en bara afslappaðra. Sumir segja að þetta sé leiðin til að lifa af dimma veturna og kannski hafa þeir rétt fyrir sér. En það klikkar aldrei að skreppa snöggvast í næstu sundlaug til að hitta vini og anda að sér fersku lofti.
Norðurljósin
Síðan er það hinn heilagi gral heitra laugaferða þegar norðurljósin láta sjá sig. Það er ekkert betra en að fara með vinum í bústað, órafjarri ljósamengun þéttbýlisins. Eftir kvöldmat stekkur maður í heita pottinn og allt í einu fara norðurljósin að dansa á himninum. Það getur verið andstyggilega kalt að bíða eftir þeim úti á veturna en að sitja í heitri laug er hrein dásemd.
Fyrir mér er þetta það sem gerir Ísland að besta stað í heimi
Straumur sundbolur
Sundbolur með lógóteygjum sem krossa á bakinu. Bolurinn er úr hágæða efni sem þolir vel klór.
Sjósund
Þessa dagana syndum við Íslendingar ekki bara í heitu vatni. Sjósund hefur nýlega rutt sér til rúms en það krefst auðvitað baðs í heitri laug á eftir til að hita sig upp. Farðu niður í Nauthólsvík í Reykjavík til að slást í hópinn með sjósundfólki.
Á hinni reykvísku rívíeru, ljósri sandströnd, má sjá heimafólk íklætt fáu nema gerviefnahönskum og vaðskóm á leiðinni út í ótrúlega langar sundferðir í köldum sjónum.
Stundum er sjávarhitinn ekki nema 2-3 gráður en það má samt sjá sundfólk lengst úti í víkinni. Sumum kann að finnast þetta vera öfgakennt en ég mæli eindregið með að prófa kalt sjósund og svo heita dýfu í pottinn á eftir. Þetta er mjög hressandi en líka róandi á afar sérstakan hátt.
Uppáhalds náttúrulaugarnar mínar
Hellulaug - Hrunalaug - Galtahryggjarlaug
Fyrir mér er þetta það sem gerir Ísland að besta stað í heimi. Það eru margir aðrir staðir sem hafa magnaða náttúru og ótrúlegt landslag, alveg eins og Ísland. En hvergi annars staðar hef ég fundið þessa samsetningu af náttúrulegum heitum laugum og stórbrotinni náttúru. Köld og harðneskjuleg veðráttan blönduð saman við heitt bað í lok dags er það sem lætur mig halda áfram að ferðast um þetta fallega land.
Hellulaug - Hrunlaug - Galtahryggjarlaug