Í værum blundi á köldum vetri
Ungbörn þurfa mikinn svefn og einkennast fyrstu mánuðir þeirra meðal annars af dýrmætum lúrum. Hér á Íslandi er ekki óalgengt að börn sofi utandyra í vögnunum sínum á daginn, jafnvel yfir vetrartímann.
Loki kerrupoki
Loki kerrupoki ný og endurbætt útgáfa af Svan kerrupokanum. Loki hentar fyrir 0-2 ára og er gerður úr endurunnum dún og endurunnu ytra lagi. Vatnsheldur rennilás að framan sem hægt er að renna alveg niður og lítill vasi með rennilás að framan sem er tilvalinn fyrir barnapíutækið. Kerrupokinn hentar vel í vagninn, kerruna eða bílstólinn.
Hægt er að opna göt í baki svo auðvelt er að koma beisli í gegn. Snúrugöng í opi svo það er hægt að þrengja opið þannig að kerrupokinn skýli barninu sem best.
Kerrupokinn er 100 cm að lengd, en frá botni og að byrjun hettu eru 60 cm.
Víða um heim undrast fólk á þessari sérstöku hefð sem hefur fylgt þjóðinni á milli kynslóða. Hefðin á uppruna sinn frá gömlum tímum, þegar Íslendingar bjuggu í þröngum húsakynnum við léleg skilyrði. Á þessum tímum voru börn látin sofa úti í hreinu lofti. Þetta taldi minnka líkur á veikindum barna og hafði þar með góð áhrif á heilsu þeirra.
Anna Eðvaldsdóttir, einnig þekkt sem Anna ljósa, er að eigin sögn “ljósmóðir af lífi og sál”. Hún hefur starfað sem ljósmóðir og sinnt heimavitjunum frá árinu 1994 og segist vona það að þurfa aldrei að hætta. Starfið er líf hennar og yndi, en hún hefur tekið á móti yfir 1500 börnum þegar þessi grein er skrifuð.
Anna telur það vera heilsubót að anda að sér hreinu lofti. “Við finnum það sjálf þegar við förum út að labba hvað það er gott að komast í hreint og ferskt loft."
Á veturna geta þó komið upp aðstæður sem teljast ekki ákjósanlegar fyrir lúra utandyra.
“Þá er búið að vera kyrrt veður og lítill sem enginn vindur í nokkra daga, það er tveggja til sjö stiga frost, nagladekkin komin undir bílana og svifryk gífurlega mikið.” Anna segir mikilvægt að meta aðstæður vel áður en börn eru sett út í lúr. Ef svifryksmengun er mikil mælir hún alls ekki með að fara út með börn, ekki einu sinni í göngutúr. Ætla má að í gamla daga, þegar þessi sérstaka hefð varð til, var þetta vandamál ekki til staðar. Þá var lítið um olíuknúin ökutæki, negld dekk og malbikaðar götur.
Að sögn Önnu er algengt að fólk geri þau mistök að leita að logni þegar börn er sett út í lúr. Mikilvægast er að tryggja að loft flæði í gegnum vagninn, sem getur reynst erfitt í kyrru logni. Þá segir Anna að gott sé að staðsetja vagninn þannig að vindurinn blási inn um vagninn frá hlið. Önnur algeng mistök séu að hylja opið á vagninum með teppi eða öðru slíku, sem hindrar loftflæði.
Með þessi atriði í huga er öruggt að setja börn út í lúr. Einnig er mikilvægt að klæða börnin eftir veðri.
Sem innsta lag mælir Anna með að notast við léttan ullarfatnað; samfellu, gammósíur og langermabol. Anna mælir gegn því að nota bómull sem innsta lag, en bómullin dregur til sín raka sem eykur líkur á varmatapi. Börn eiga það til að svitna í vagninum, ef fötin anda illa og blotna mikið þá getur þeim orðið kalt. Yfir höfuðið er gott að nota lambúshettu þar sem hún hylur bæði höfuðið og hálsinn vel.
Einnig er mikilvægt að klæða börnin ekki of vel. Yfir vetrartímann kjósa margir að hafa kerrupoka í vögnunum sínum, þá er óþarfi að klæða börnin í kuldagalla yfir ullarfötin. Í því tilfelli mælir Anna með að klæða börnin í léttan flísgalla yfir ullina.