Dyngja
Dyngju dúnúlpan er einstaklega hlý og þægileg, fyllt með hágæða endurunnum dún, en dúnninn er með 700 fill-power og veitir því einstaka einangrun miðað við þyngd. Þessi útgáfa er með láréttri vatteringu.
Á úlpunni er hár kragi fylltur með dún sem veitir auka skjól og hetta með snúrugöngum. Hægt er að taka hettuna af. Stormlisti yfir rennilás sem kemur í veg fyrir að vindur blási í gegn. Tveir renndir vasar að framan, einn innri vasi og snúrúgöng með teygju í mitti svo hægt er að þrengja og aðlaga snið.
Endurunninn dúnn er fenginn úr notuðum dún fatnaði og yfirbreiðslum, hann er síðan hreinsaður og unninn á nánast sama hátt og nýr dúnn og eru því gæðin því fyrsta flokks. Með því að endurnýta dún er líftími hans lengdur í stað þess að afurðin hefði farið í landfyllingu.
Dyngju dúnúlpan hentar einstaklega vel fyrir daglegt íslenskt líf og hvers konar útivist.
Úlpan er stór í sniði. Við mælum með að taka einni stærð minna en venjulega fyrir karla. Fyrir konur mælum við með að taka tveimur stærðum minna en venjulega.
Dömu fyrirsætan er 175 cm á hæð og hún er í stærð M
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% endurunnið polyamide
- Ytra lag - Fóður
100% endurunnið polyester
- Innra lag - Einangrun
700 fill power: 80% blanda af endurunnum gæsa- og andadún, 20% fjaðrir
- Hentar fyrir
Dagsdaglega notkun
- Eiginleikar
Vindvörn
Vatnsþolin
- Stíll
Dúnúlpa
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.