


Helgafell
Helgafell hlaupalínan var hönnuð í nánu samstarfi við Rory Griffin, ljósmyndara og hlaupara frá Bretlandi, hún var jafnframt þróuð og prófuð af reynslumestu hlaupurum Íslands.
Helgafell derhúfan er hönnuð fyrir hlaup, gönguferðir og aðra krefjandi hreyfingu. Hún er úr einstaklega léttuog endingargóðu efni sem hrindir frá sér léttum regndropum, andar vel og þornar fljótt.
Efnið er einnig með lykteyðandi eiginleika, veitir UV 50+ vörn gegn sólargeislum og er án allra PFAS-efna.
Efnisbúturinn að innan sem umlykur ennið og hliðar höfuðsins er úr mjúku og fljótþornandi möskvaefni sem andar vel. Öndunargöt á hliðunum til að auka loftflæði og stillanlegt teygjuband að aftan.
Auðvelt er að brjóta derhúfuna saman og stinga í vasann.
Stærð 1: 55-57 cm
Stærð 2: 57-59 cm
Þyngd (stærð M): 30 g
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
52% nylon 6.6, 48% endurunnið nylon 6.6 FD Ripstop | bluesign®
- Hentar fyrir
Hlaup
Göngur
- Stíll
Húfur
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.