1/1

Hrannar

Product code: L81711-197-ONESIZE
Hálskragi úr tveimur mismunandi Polartec® efnum sem hentar vel fyrir mikla hreyfingu utandyra.
5.900 ISK
Litur
Volcanic Desert
Stærð ONESIZE

Chris Burkard, ljósmyndari og náinn samstarfsaðili okkar til margra ára, þekkir íslenskar aðstæður eins og lófann á sér. Hann hefur eytt árum saman í að sigrast á íslenska veðrinu og finna fegurðina í hinu óútreiknanlega. Nú hefur hann unnið með okkur að hönnun sérstakrar fatalínu sem er hönnuð til að gera nákvæmlega það – sama hvað aðstæður bjóða upp á þann daginn.

Hrannar hálskraginn er gerður úr tveimur mismunandi Polartec® efnum. Annars vegar úr Polartec® Alpha® efni sem er hlýtt, andar vel og þornar hratt, og hins vegar úr Polartec® Power Grid™ efni sem er teygjanlegt og andar einstaklega vel.

Hrannar hentar vel fyrir mikla hreyfingu utandyra. Hægt er að nota hann sem hálskraga, höfuðband eða húfu, með stillanlegri teygju til þrengingar.