Polartec NeoShell
Enginn raki, að innan sem utan
Í áraraðir hefur útivistarheimurinn lagt ríka áherslu á nota efni sem veita mikla vörn gegn regni í skeljakka, en þess í stað lagt minni áherslu á efni sem anda vel. Sú þróun er afleiðing þess að öndun fatnaðar var vanalega talin koma niður á heildar vatnsheldni flíkunnar. Hins vegar hafa nýstárleg efni, líkt og Polartec Neoshell, komið inn á markaðinn á síðustu árum og endurskilgreint samband vatnsheldni og öndunnar.
Líkt og algengustu skelefnin á markaðinum þá er Neoshell® sterkt og endist vel með réttri umhirðu, en munurinn liggur þó fyrst og fremst í yfirburðum Neoshell® efnisins þegar kemur að loftflæði og teygjanleika. Efnið er byggt upp þannig að loft flæðir auðveldlega í gegn og hreyfigeta er mikil, þræðirnir eru ofnir með teygju og veita þér því frelsi til að hreyfa þig að vild.
Polartec Neoshell er vatnshelt upp að 10.000 mm sem er að vitaskuld minna en vatnsþéttustu efnin á markaðinum. Þar verður þó að hafa í huga að mikilvægt er að skelfatnaður hafi góða öndun, þar sem hindrun rakasöfnunar á innanverðum flíkunum getur reynst alveg jafn mikilvæg. Því er hægt að vera í Neoshell flíkum heilan dag í útivist, án þess að hafa frekari afskipti af fatnaðinum, á meðan fatnaður úr vatnsheldari efnum getur krafist þess að huga þarf að lagskiptingunni yfir daginn til þess að aðlagast hitastigi og úrkomu.
Þess vegna hentar Neoshell einstaklega vel í fatnað sem að nota skal jafnt í byl og í borg.
Eiginleikar og kostir
- Einstök öndun
- Ótakmörkuð hreyfigeta
- Endingargott
- Vindhelt
- Lipurt efni sem skrjáfar ekki
- Létt
Tæknilegir eiginleikar
- Vatnsheldni: 10,000mm
- Öndun: Max 1CFM
- Vindheldni: Hindrar 99% af vind