Framlag 66°Norður til samfélagsins
Á Íslandi starfa um 200 manns hjá Sjóklæðagerðinni hf. Störfin snúa að hönnun, þróun, framleiðslu, markaðssetningu og sölu á íslenskri hönnun og hugverki hér heima sem og erlendis.
Árið 2019 skilaði Sjóklæðagerðin hf./66°Norður rúmum 850 milljónum inn í íslenskt samfélag í formi tryggingagjalds, virðisaukaskatts, lífeyrisgreiðslna, tekjuskatts starfsmanna, og ýmissa annarra opinberra gjalda sem tengjast starfseminni. Sjóklæðagerðin hf. á og rekur einnig verksmiðjur í Lettlandi, verslanir í Danmörku og er með starfsemi í Bretlandi og greiðir einnig skatta og gjöld í þeim löndum.