Sagafurs

Allur ekta feldur sem 66°Norður notar í vörum sínum er frá finnska uppboðshúsinu Saga Furs. Það er eina feldsölufyrirtækið á markaði sem er sérstaklega umhverfisvottað og styðst jafnframt við sérstaka endurskoðun sem snýr að umhverfismálum og velferð dýra.
Saga-vottunarkerfið er frá 2005 en áætlunin hefur síðan verið í stöðugri þróun í samvinnu iðnaðarins sjálfs, finnskra yfirvalda, ESB og dýralækna sem eru sérhæfðir í loðdýrarækt. Saga-vottun tekur mið af eftirfarandi þáttum:
- Dýravelferð og heilsa
- Uppeldisaðstæður dýra
- Hreinlæti á býlum
- Ræktun
- Umhverfismál
- Fæðustýring
- Þjálfun og viðbragðsáætlanir fyrir óvenjulegar aðstæður
Saga-rekjanleikakerfið (STS) er keðja vörsluskjala sem tryggja rekjanleika og gagnsæi í gildiskeðjunni. Kerfið gerir birgjum Saga Furs kleift að rekja uppruna hvers felds til hvers ræktanda. Í framhaldinu getur Saga Fur vottað uppruna og staðsetningu skinnanna. Kerfið birtir einnig hlutfall vottaðra ræktenda, dagsetningar á vottun hvers ræktanda og upprunaland.
Hringrás
Samstarfsaðilar og Vottanir

OEKO-TEX® Standard 100 er alþjóðlega samræmt vottunarkerfi fyrir hráan textíl, hálfunnar og fullkláraðar textílvörur.

bluesign® vottunarkerfið er ætlað sjálfbærri textílframleiðslu. Það útilokar skaðvænleg efni strax í upphafi framleiðslunnar og fylgir gæðastaðli sem snýr að umhverfisvernd og öryggi.