![](https://images.prismic.io/sixty-six-north-dev/b38d9305-900f-409a-bcb3-3b5891c62005_66North_W23_24_0C1A7691%201.jpeg?auto=compress%2Cformat&rect=0%2C0%2C4000%2C2240&w=4000&h=2240&ar=21%3A9&fit=crop&cs=tinysrgb)
Jólagjafir handa starfsfólki
Fyrirtækjasvið 66°Norður
Gjafir og gjafakort frá 66°Norður hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina en fyrirtækið býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fyrirtækjaþjónusta 66°Norður sérsníður tilboð í jólagjafir að þínum þörfum hverju sinni og öflugt teymi viðskiptastjóra aðstoðar þig við að finna réttu jólagjöfina fyrir þína starfsmenn.
Gjafakort frá 66°Norður
Gjafakortin henta flestum enda úr miklu að velja. Vöruúrvalið er mjög breitt og getur starfsmaðurinn notað það til að versla á sig sjálfan, makann, börnin eða jafnvel keypt á sig vinnufatnað ef út í það er farið. Við bjóðum upp á klassísku gjafakortin okkar í kortaumslagi, þar er hægt að bæta við jólakveðju til starfsmanna.
Stafrænt gjafakort beint í símann
Nú gefst starfsmönnum kostur á að fá gjafakortið beint í símann. Starfsmaður hleður kortinu niður í Apple Wallet eða Android og engin þörf fyrir plastkort sem gleymist oft í skúffunni heima. Stafrænt gjafakort 66°Norður gildir í verslunum okkar á Íslandi ásamt útsölumörkuðum 66°Norður. Kortið gildir einnig í vefverslun 66north.is. Ekki er tekið við gjafabréfum og inneignarnótum í verslun okkar á Keflavíkurflugvelli.
Hafðu samband
Fyrirtækjasvið 66°Norður er þér innan handar í síma 535-6660 eða í tölvupósti á soludeild@66north.is
![](https://images.prismic.io/sixty-six-north-dev/52dee5fc-e7fb-4c16-a3c4-2e5b8f0beb1f_SS22-U99164-900.jpg?auto=compress%2Cformat&rect=0%2C0%2C3653%2C3653&w=2000&h=2000&ar=1%3A1&fit=crop&cs=tinysrgb)
Mikið úrval af bakpokum, töskum, húfum, vettlingum og fleiri aukahlutum.
![](https://images.prismic.io/sixty-six-north-dev/d0951d8a-dc15-483a-baf0-3daf6e22994f_JRJ05494.jpg?auto=compress%2Cformat&rect=1001%2C0%2C4000%2C4000&w=2000&h=2000&ar=1%3A1&fit=crop&cs=tinysrgb)
Falleg askja sem inniheldur gjafakort og húfu.