Jólagjafir handa starfsfólki

Fyrirtækjasvið 66°Norður

Gjafir og gjafakort frá 66°Norður hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina en fyrirtækið býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fyrirtækjaþjónusta 66°Norður sérsníður tilboð í jólagjafir að þínum þörfum hverju sinni og öflugt teymi viðskiptastjóra aðstoðar þig við að finna réttu jólagjöfina fyrir þína starfsmenn.

Skoða jólagjafabækling 66°Norður

Gjafakort frá 66°Norður

Gjafakortin henta flestum enda úr miklu að velja. Vöruúrvalið er mjög breitt og getur starfsmaðurinn notað það til að versla á sig sjálfan, makann, börnin eða jafnvel keypt á sig vinnufatnað ef út í það er farið. Við bjóðum upp á klassísku gjafakortin okkar í kortaumslagi, þar er hægt að bæta við jólakveðju til starfsmanna.

Stafrænt gjafakort beint í símann

Nú gefst starfsmönnum kostur á að fá gjafakortið beint í símann. Starfsmaður hleður kortinu niður í Apple Wallet eða Android og engin þörf fyrir plastkort sem gleymist oft í skúffunni heima. Stafrænt gjafakort 66°Norður gildir í verslunum okkar á Íslandi ásamt útsölumörkuðum 66°Norður. Kortið gildir einnig í vefverslun 66north.is. Ekki er tekið við gjafabréfum og inneignarnótum í verslun okkar á Keflavíkurflugvelli.

Hafðu samband

Fyrirtækjasvið 66°Norður er þér innan handar í síma 535-6660 eða í tölvupósti á soludeild@66north.is

Flíspeysur

Tíska og hugvit níunda áratugarins lifir góðu lífi í flísefnum. Þau eru fislétt, að hluta unnin úr plastflöskum og gefa frábæra einangrun.

KarlarKonurKarlarKonur
Töskur, húfur og fleira

Mikið úrval af bakpokum, töskum, húfum, vettlingum og fleiri aukahlutum.

Gjafakort og húfa

Falleg askja sem inniheldur gjafakort og húfu.

Jakkar og vesti

Peysur

Aukahlutir

Töskur