La Sportiva Jackal II - Konur
Ný og endurbætt útgáfa af Jackal hlaupaskónum, nú framleiddir úr umhverfisvænu efni á hæl og tungu sem veitir betra grip og betri öndun. Gerðir fyrir utanvegahlaup. Millistífir með góðum hæla- og ökklastuðningi. Við mælum með að taka stærð ofar en venjulega.
Skórnir eru litlir í stærðum og mælum við því með að taka stærðinni fyrir ofan þá stærð sem vanalega er tekin.
Umhirða á skóm frá La Sportiva:
Við mælum með að þrífa alla drullu og skít af skónum þegar þess þarf undir vatni og/eða með rökum klút. Ef skórinn blotnar í gegn ætti innleggið á skónum að vera fjarlægt á meðan skórinn þornar á þurrum og köldum stað. Ekki er mælt með að nota dagblað eða annars konar fyllingu í skóna þegar þeir eru ekki í notkun þar sem það getur hægt á þurrkunarferli skósins. Þrífa skal skóna með vatni eða wax-based vörum (ekki olíu-based vörum). Ekki skal þurrka skónna í sólinni eða á heitum stað.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Hentar fyrir
Hlaup
- Stíll
Skór
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.