1/7

Ljósufjöll

Product code: W11350-776-XS
Léttur og einangraður jakki sem er hannaður fyrir mikla hreyfingu og almenna útivist.
39.000 ISK
Litur
Wren
Stærð XS

Chris Burkard, ljósmyndari og náinn samstarfsaðili okkar til margra ára, þekkir íslenskar aðstæður eins og lófann á sér. Hann hefur eytt árum saman í að sigrast á íslenska veðrinu og finna fegurðina í hinu óútreiknanlega. Nú hefur hann unnið með okkur að hönnun sérstakrar fatalínu sem er hönnuð til að gera nákvæmlega það – sama hvað aðstæður bjóða upp á þann daginn.

Ljósufjöll er einangraður og léttur jakki, hannaður fyrir fjölbreytta hreyfingu og almenna útivist. Framan á jakkanum er tveggja sleða rennilás fyrir aukin þægindi og fjórir renndir vasar sem eru staðsettir þannig að þeir passi vel með bakpoka eða hlaupavesti.

Á jakkanum er lágur bomber-kragi sem veitir vörn gegn sól og vindi án þess að skerða hreyfigetu. Öll efni í jakkanum eru PFAS laus, bluesign® vottuð, ásamt því að hafa UV+50 vörn. Innbyggt möskvafóður með einangrun veitir hlýju á sama tíma og það tryggir hámarks öndun, jafnvel við mikla áreynslu.

Ljósufjöll jakkinn sameinar frammistöðu, sjálfbærni og þægindi – hin fullkomna flík fyrir hvers kyns útivist. Hann hentar vel sem yfirhöfn á mildum dögum eða sem hlý einangrun undir skel.

Dömu fyrirsætan er 179 cm á hæð og hún er í stærð M

NORÐUR sögurnar

Segja frá fólkinu, fatnaðinum, veruleikanum og sérkennilega hversdagslífinu.

Hverju skal klæðast

Chris Burkard, vörumerkjafulltrúi 66°Norður er margverðlaunar og sjálflærður ljósmyndari og listamaður. Myndirnar hans einkennast af kraftmiklu landslagi, sælustundum og ævintýralegum lífsstíl.

NORÐUR Tímarit | Ráðleggingar
Klæddu þig vel fyrir fjallið

Skíðaiðkun er ómissandi hluti af vetrinum fyrir marga landsmenn, en dyntótt veðurfar getur þó alltaf sett strik í reikninginn.