1/1

Ljósufjöll

Product code: Q01259-900-XS
Endingargóð hettupeysa, hönnuð fyrir mikla hreyfingu og hámarks þægindi.
22.000 ISK
Litur
Black
Stærð XS

Chris Burkard, ljósmyndari og náinn samstarfsaðili okkar til margra ára, þekkir íslenskar aðstæður eins og lófann á sér. Hann hefur eytt árum saman í að sigrast á íslenska veðrinu og finna fegurðina í hinu óútreiknanlega. Nú hefur hann unnið með okkur að hönnun sérstakrar fatalínu sem er hönnuð til að gera nákvæmlega það – sama hvað aðstæður bjóða upp á þann daginn.

Ljósufjöll peysan er hönnuð fyrir mikla hreyfingu eins og hlaup, göngur og fjallahjólreiðar, þar sem afköst og þægindi skipta sköpum. Peysan virkar vel bæði sem mið- og grunnlag og er gerð úr slitsterku efni með UV+50 vörn til að verna gegn veðri og vindum. Efnið er sérstaklega þægilegt upp við húð, dregur raka frá líkamanum og þornar hratt.

Peysan er hálfrennd, á ermum eru þumlagöt fyrir aukin þægindi og að framan lítill brjóstvasi fyrir nauðsynjar.