





Ljósufjöll
Chris Burkard, ljósmyndari og náinn samstarfsaðili okkar til margra ára, þekkir íslenskar aðstæður eins og lófann á sér. Hann hefur eytt árum saman í að sigrast á íslenska veðrinu og finna fegurðina í hinu óútreiknanlega. Nú hefur hann unnið með okkur að hönnun sérstakrar fatalínu sem er hönnuð til að gera nákvæmlega það – sama hvað aðstæður bjóða upp á þann daginn.
Ljósufjöll er einangraður og léttur jakki, hannaður fyrir fjölbreytta hreyfingu og almenna útivist. Framan á jakkanum er tveggja sleða rennilás fyrir aukin þægindi og fjórir renndir vasar sem eru staðsettir þannig að þeir passi vel með bakpoka eða hlaupavesti.
Á jakkanum er lágur bomber-kragi sem veitir vörn gegn sól og vindi án þess að skerða hreyfigetu. Öll efni í jakkanum eru PFAS laus, bluesign® vottuð, ásamt því að hafa UV+50 vörn. Innbyggt möskvafóður með einangrun veitir hlýju á sama tíma og það tryggir hámarks öndun, jafnvel við mikla áreynslu.
Ljósufjöll jakkinn sameinar frammistöðu, sjálfbærni og þægindi – hin fullkomna flík fyrir hvers kyns útivist. Hann hentar vel sem yfirhöfn á mildum dögum eða sem hlý einangrun undir skel.
Herra fyrirsætan er 185 cm á hæð og hann er í stærð L
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
52% polyamide, 48% endurunnið polyamide
- Innra lag - Einangrun
100% endurunnið polyester
- Hentar fyrir
Hlaup
Hjólreiðar
Göngur
Skíði
Golf
Fjallamennska
Dagsdaglega notkun
- Eiginleikar
Andar
- Stíll
Einangraðir jakkar
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.