


Ljósufjöll
Chris Burkard, ljósmyndari og náinn samstarfsaðili okkar til margra ára, þekkir íslenskar aðstæður eins og lófann á sér. Hann hefur eytt árum saman í að sigrast á íslenska veðrinu og finna fegurðina í hinu óútreiknanlega. Nú hefur hann unnið með okkur að hönnun sérstakrar fatalínu sem er hönnuð til að gera nákvæmlega það – sama hvað aðstæður bjóða upp á þann daginn.
Ljósufjöll GORE-TEX® skeljakkinn er vatnsheldur, vindheldur og gerður úr hágæða PFAS-fríu efni. Efnið er unnið úr 100% endurunnu 'ripstop' nælonefni sem er slitsterkt og þekkt fyrir framúrskarandi endingu.
Sniðið á jakkanum tryggir óhefta hreyfingu við útivist og er með með snúrugöngum að neðan til að laga sniðið að þörfum notandans. Allir ytri rennilásar eru YKK AquaGuard® rennilásar, sem tryggja áreiðanlega vatnsheldni. Rennilásar á hliðum auðvelda aðgengi að vösum á þeirri flík sem er innanundir, sem og gera kleift að hleypa hita út og fersku lofti inn á auðveldan hátt.
Jakkinn er hannaður með notagildi í fyrrirúmi og er með tvo stóra brjóstvasa til tryggja gott aðgengi jafnvel þegar bakpoki eða hlaupavesti er notað. Hár kragi fóðraður með mjúku flísefni veitir aukin þægindi og hetta með stillanlegu opi sem hægt er að pakka saman og renna inní kragann. Einnig er riflás við úlnlið til að þrengja ermaop.
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
100% polyamide | GORE-TEX® GTKYD
- Skel
GORE®
- Hentar fyrir
Hjólreiðar
Göngur
Skíði
Fjallamennska
Dagsdaglega notkun
- Eiginleikar
Vatnsheld
Vindvörn
Andar
- Stíll
Skel- og léttir jakkar
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.