100 ára verkkunnátta mætir næstu kynslóð fatahönnunar frá London.

Við kynnum með stolti nýja samstarfslínu við upprennandi breska fatahönnuðinn Charlie Constantinou, sem kemur úr hinum virta Central Saint Martin’s háskóla og hefur á stuttum tíma skapað sér stórt nafn innan tískuiðnaðarins í London fyrir sérstaka áherslu sína á tækniefni og litunarferli fyrir slíkan fatnað. Charlie hefur nýverið fengið tilnefningu til hinna virtu LVMH-verðlauna.

Saman höfum við skapað vörulínu sem sameinar færni Constantinou í notkun tæknivefnaðar og litunarferla og sameiginleg gildi okkar sem snúa að virkni og notagildi. Afraksturinn er útivistarfatnaður sem nýtist við allar aðstæður og hönnun sem takmarkast einungis af ímyndunaraflinu.

Vörulínan er unnin með hringrásarmarkmið okkar að leiðarljósi og eru flíkurnar því að stóru leyti framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum okkar, þar sem við nýtum efni sem fallið hefur til við framleiðslu annars útivistarfatnaðs.

Línan var unnin í nánu samstarfi við hönnunarteymi 66°Norður, þar sem leið Charlie lá margoft til Íslands til að öðlast skilning á uppruna fatatækninnar sem er tilkomin af þeim veðurskilyrðum sem Íslendingar lifa við. Línan sækir innblástur í hönnunarsafn 66°Norður, sem nær aftur til sjötta áratugarins, og í henni eru bæði prjónaflíkur og endingargóður útivistarfatnaður.

Línan er nú fáanleg í flaggskipsverslun okkar í London og á Ssense.com

Framleidd úr afgangsefnum

Vörulínan er unnin með hringrásarmarkmið okkar að leiðarljósi og eru flíkurnar því að stóru leyti framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum

Innblásturinn úr hönnunarsafni 66°Norður

Línan sækir innblástur í hönnunarsafn 66°Norður, sem nær aftur til sjötta áratugarins

Einstök tæknileg efni

Prjónaflíkurnar eru í hæsta gæðaflokki og eru framleiddar á Ítalíu. Í þær er notuð fléttað, merinoblandað garn sem hefur þrívíddaráferð þegar teygt er á efninu.

"Fyrir mig lá grunnurinn að samstarfinu í þeim gildum sem ég deili með 66°Norður, sem snúast um þörf fyrir virkni og notagildi. Mitt verkefni er að skapa klæðnað með notagildi sem hefur þó sterka skírskotun í sköpun og ímyndun og það að fá að brjótast út úr þeim ramma sem 66°Norður vinnur venjulega innan var mikilvægur hluti samstarfsins. Það hefur verið afar ánægjulegt að vinna að þessari vörulínu með teyminu frá 66°Norður og ég vona að hún gefi forsmekkinn að því hvað verður hægt að gera í framtíðinni.”
-
Charlie Constantinou

 

Íslenski veturinn er dimmur og það er öryggisatriði að velja rétt efni í útifatnað en það höfum við gert hér. Línan notar dempaða jarðliti ásamt fjólubláum og rauðum tónum. Prjónaflíkurnar eru í hæsta gæðaflokki og eru framleiddar á Ítalíu. Í þær er notuð fléttað, merinoblandað garn sem hefur þrívíddaráferð þegar teygt er á efninu.