99 ár
(áttahundruð
sextíu og sjö
þúsund,
tvö hundruð
fimmtíu-og átta
klukkustundir)


Í ár fögnum við 99 ára afmæli 66°Norður, og af því tilefni ætlum við að setja upp sýningu á tískuviku Kaupmannahafnar núna í lok janúar. Þar ætlum við að kynna bæði 2025 haustlínuna okkar og sögulegar flíkur sem við höfum varðveitt síðan við vorum stofnuð árið 1926.
Hvar: Rådhuspladsen 37, 1785 Kaupmannahöfn
Hvenær: Þriðjudaginn 28. janúar, kl. 11:00 - 17:00
Sýningin er opin almenningi, skráðu þig í gegnum formið hér til hliðar til að fá boðskort og nánari upplýsingar um viðburðinn.


Ef skráningarformið birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni og samþykkja vafrakökur.




66°Norður tekur í fyrsta sinn þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn í lok janúar með sérstakri sýningu sem ber heitið „99 ár – 867,815,464 klukkustundir“. Nafnið er táknrænt fyrir langa sögu fyrirtækisins sem er orðið 99 ára. Það er einnig viðeigandi út frá nálgun 66°Norður sem snýr að tímalausri hönnun og gæðum en með þessu móti vill fyrirtækið leggja áherslu á mikilvægi þess að neytendur velji gæði umfram magn, og séu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa. Tölur sýna að 60% af fatnaði er hreinlega hent og endar þá í urðun eða vera brenndur, og því sjaldan verið mikilvægara að kaupa fatnað sem endist og getur gengið áfram kynslóða á milli. Hvar er betra en á viðburði eins og tískuviku að ögra hraða þessa iðnaðar?  


Á sýningunni ætlum við að draga fram fjölmargar sögulegar flíkur, sumar allt að 70 ára gamlar. Þar má til að mynda nefna fyrsta sjóstakkinn og fatnað frá Ólympíuleikum. Sýningin mun meðal annars bjóða upp á snertiskynjun, hljóð upplifun og íslenskan foss og veitir gestum innsýn í hönnunarferil og handverk fyrirtækisins á einstakan hátt.

„Þetta er ekki hefðbundin tískusýning sem er 30 mínútur og beint í næstu vörulínu. Okkur þykir mikilvægt að ögra tískuviðmiðum enda hönnum við alla okkar stíla þannig að þeir séu margnota, tæknilegir og tímalausir. Okkur fannst því mikilvægt að hafa sýninguna aðgengilega almenningi í heilan dag og gefa fólki tækifæri að kynnast vörumerkinu í nýju ljósi", segir Helgi Rúnar Óskarsson - Forstjóri 66°Norður

Frá upphafi höfum við í 66°Norður lagt mikla áherslu á sjálfbærni sem sýningin mun draga fram, til dæmis okkar eigin verksmiðja í Lettlandi, viðgerðarþjónustan okkar á Íslandi, og gildin okkar um að nýta öll afgangs efni.