Þórsmörk síðan 2006

Úlpa

Hvað er nauðsynlegra í íslenskri veðráttu en úlpan?
Skjólflík, yfirhöfn, oft með áfastri hettu – svo segir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stormjakki, kuldaúlpa, hríðarúlpa, skjólflík og vetrarfrakki eru önnur heiti sem þeir leggja til.

Góð og hlý úlpa verður með tímanum hluti af manninum. Við hjá 66°Norður settumst niður með þremur Íslendingum sem hafa treyst á hina klassísku Þórsmörk í fjölda ára. Hvort sem þau eru að spígspora um borgina eða uppi á jökli er Þórsmörk alltaf með þeim.

Það sem ég fíla við þessa úlpu er að mér finnst hún verða flottari eftir því sem hún eldist.

Sigurður Freyr Björnsson, kvikmyndagerðarmaður

Þórsmörk síðan 2011

Sigurður Freyr þarf á góðri úlpu að halda í sinni vinnu, enda má hann þurfa að þola langa veru úti í hvers kyns veðri.

„Ég fékk mína árið 2011. Ég er kvikmyndagerðarmaður og vinn það mikið úti. Maður er alltaf eitthvað að djöflast á veturna. Maður hefur verið í tökum á Vestfjörðum og fyrir norðan, á jöklum þess vegna. Mig vantaði virkilega góða úlpu. Það er svo mikilvægt í þessu umhverfi að eiga góða úlpu. Helst einhverja sem nær niður fyrir mitti og skýlir manni vel. Þannig kom þessi úlpa. Mig vantaði alltaf góða úlpu og þetta var úlpan í það. Svo fannst mér hún líka bara flott. Það sem ég fíla við þessa úlpu er að mér finnst hún verða flottari eftir því sem hún eldist. Hún verður svona pínu notuð.“

Hvenær hefur hún komið að góðum notum?
„Það er í jöklaframleiðslu, þegar maður er á Langjökli eða Mýrdalsjökli í tökum. Þegar það hefur verið kalt og gert smá hríð hefur Þórsmörk staðið sig vel. Við höfum líka verið á Vestfjörðum. Ég er mjög fastheldinn á þessa úlpu. Ég hef ekki fengið mér nýja úlpu. Hún er í fínu standi. Ég hreinsa hana einu sinni á ári, svo er hún bara klár í allt.“

„Stundum er ég með hana að sumri til uppi á hálendi. Þá verður oft kalt, sérstaklega í skjóli jöklanna í kringum Vatnajökul og inn á Fjallabak. Þá fer ég í hana þegar það er komið niður í 3-5 stiga hita. Það gerist alveg á sumrin. Það er bara 3-4 stigi hiti hjá Landmannalaugum að nóttu til. Ég fer mikið upp á hálendi á sumrin og þá hef ég hana með. Það er mjög þægilegt því þá getur maður setið úti að kvöldi til. Það er bjart en það er kalt. Þá eru lopinn og úlpan frábær.“

Hún er búin að fara í gegnum MR, fimm ár af laganámi og núna er hún komin út á vinnumarkaðinn.

Snorri Sigurðsson, lögfræðingur

Þórsmörk síðan 2009

Snorri er Reykvíkingur í húð og hár og hefur Þórsmörkin fylgt honum í gegnum hvert æviskeiðið á eftir öðru.

„Hún var keypt árið 2009 er við fjölskyldan vorum á leiðinni til útlanda. Ég byrja í menntaskóla 2010 og hún hefur líklega verið keypt fyrir það. Það er ótrúlegt að flík sem ég keypti 2009 hafi nýst á hverjum degi allan veturinn. Það sér ekki á henni. Hún er búin að fara í gegnum MR, fimm ár af laganámi og núna er hún komin út á vinnumarkaðinn. Hún hlýtur að fara að fermast bráðum.“

„Ég nota hana allan veturinn. Svo hef ég notað hana enn þá meira síðan ég keypti rafmagnshlaupahjól fyrir tveimur árum. Það getur verið skítkalt í vindinum. Þannig ég hendi mér í úlpuna og bruna af stað. Ég notaði hana alla daga í menntaskóla. Það var náttúrulega alltaf vont veður og ógeðslegt.“

Hvenær hefur hún komið að góðum notum?
„Eitt það eftirminnilegasta er þegar við Sigurbjörn Ari hjá 66°Norður fórum að skoða gosið í Eyjafjallajökli 2010. Það var helvíti kalt. Við komumst aldrei upp að gosinu því að björgunarsveitarmennirnir stoppuðu fólk 100 metrum frá því þar sem maður gat séð það.“

Það hefur fólk stoppað bílinn sinn og öskrað „Geturðu selt mér úlpuna þína?!“

Eva Thu Huong Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur

Þórsmörk síðan 2007

Eva er viðskiptafræðingur sem vinnur hjá 66°Norður. Hún sér Þórsmörkina sína sem gersemi sem hún vill alls ekki láta úr sínum greipum. Þegar tíminn kemur er úlpan klár í kallið.

„Ég fékk úlpuna mína 2007 þannig hún er orðin eldgömul. Mér fannst hún geðveik því hún er með hermannamunstri. Ég er með hana í geymslu núna en ég tími alls ekki að selja hana eða láta hana frá mér. Ég notaði hana mikið til 2015 en hún fór með mér í gegn um menntaskóla.“

„Það hefur fólk stoppað bílinn sinn og öskrað „Geturðu selt mér úlpuna þína?!“. Af því hún er svo sérstök. Ég hugsaði bara „Hver er þetta?“ og neitaði auðvitað enda er hún geggjuð.“

„Ég fór í henni allt. Þegar ég fór á böll þá fór ég í hana yfir kjólinn. Útilegur, djamm, vinna. Bara allt. Ég notaði hana í átta ár og hún bjargaði mér alveg. Hún er enn þá í rosa góðu standi. Ég er eiginlega að vonast eftir því að hermannamunstur komi aftur í tísku. Þá á ég þessa geggjuðu úlpu tilbúna. Fer tískan ekki í hringi? Ég veit að 66°Norður deyr aldrei að minnsta kosti.“


GORE-TEX INFINIUM™

Þórsmörk parka síðan 2006

Þórsmörk úlpan hefur verið með okkur síðan 2006 og hefur verið staðalbúnaður Íslendinga alla tíð síðan þá. Nú er komin glæsileg tveggja laga GORE-TEX INFINIUM™ afmælisútgáfa.

Norður tímarit

Þórsmörk Parka

Séríslensk en sígild

Við fengum Bergþóru Guðnadóttur, sem hannaði úlpuna á sínum tíma, til að segja okkur frá hönnunarferlinu.

Lesa
Þórsmörk

Ein vinsælasta flík 66°Norður er Þórsmörk, vatnsheld parka úlpa með dúnfyllingu sem kom fyrst á markað árið 2006 en er löngu orðin sígild.