HM lína 66°Norður
Frá árinu 1947, þegar knattspyrnusambandið og karlalandsliðið var formlega stofnað, hafa Íslendingar beðið óþreyjufullir eftir því að liðið komist á HM. Nú í sumar verður það loks að veruleika og í tilefni þess höfum við hannað línu sem er innblásin af fótboltamenningu Íslands og stolti stuðningsmanna liðsins.
Valtran
Treyjan og íþróttagallinn bera nafnið Valtran. Nafnið á sér skemmtilega sögu en frumkvöðullinn Hans Kristjánsson, stofnandi Sjóklæðagerðarinnar, stofnaði fótboltafélagið Valtran á Suðureyri árið 1906.