HönnunarMars

66°Norður x Rammagerðin

LjósmyndirSigríður Margrét
Staðsetning64°07’74”N, 21°92’36”W

Lopi Fur er samstarf 66°Norður og Rammagerðarinnar á Hönnunarmars. HönnunarMars er stærsta hönnunarhátíð Íslands, og í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík 24. – 28. apríl.


Fylgihlutirnir samanstanda af bakpoka, snyrtitösku og loðhúfu og koma vörurnar í takmörkuðu magni. Vörurnar eru unnar úr 100% Lopi fur frá Ístex, sem er ólituð ofin íslensk ull með bómullar undirlagi. Efnið líkist feldi og því er ráðlagt að hugsa vel um hana og greiða hárin með breiðum kambi.

Með ráðgjöf frá Rammagerðinni varð þetta verkefni til og mun nýja verslun Rammagerðarinnar í Kirkjuhúsinu á Laugaveginum verða vettvangur fyrir verkefnið. Rammagerðin hefur sett það að markmiði að styðja íslenska hönnun á margvíslegan hátt og verður skipulagður viðburður á Hönnunarmars til að kynna samstarfið.

Lopi Fur efnið krefst burstunar af og til. Notið bursta og burstið flækjur varlega úr, ekki of fast. Þegar búið er að bursta efnið á það að vera mjúkt og úfið. Það er ullinni eðlislægt að mynda flækjur, en þá er best að bursta létt yfir flíkina. 

Ullin er endingargott efni, en krefst auka umhyggju til að halda henni hreinni. Þegar ullin er þrifin, notist við ullarþvottaefni og handþvoið uppúr köldu vatni. Leggið flíkina flatt á þurrt handklæði. Ekki þurrka ullina beint í sól. Ekki þvo ullina að óþörfu. Einnig hægt að notast við gamlar hefðir og henda ullinni í snjó. Þannig hreinsast hún náttúrulega!